Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 65
167
,,ÚR HEIMI VÍSINDANNA1'
í aðra hluta líkamans. Einhver ,,leki“ á sér stað milli
heilahelminga þrátt fyrir allt og eru jafnvel dæmi þess,
að annar geti í sumu hlaupið í skarðið, ef hinn skaddast.
Er þetta mikið rannsóknarefni hjá heilafræðingum.
Nóg um það.
Herdeildir í heilanum
Eitt skal að lokum nefnt frómum lesanda til íhugunar:
Imyndaðu þér háa tölu — t.d. mannfjöldann í heiminum.
Hugsaðu þér alla mennina, morandi kös hér og þar um
jörðina, fjögur þúsund milljónir talsins eða eitthvað þar
um bil. Ef þér tekst vel í þeirri ímyndunarinnlifun, þá
geturðu gert þér í hugarlund fjölda taugafrumanna sem
er í hægra heilahelmingi þínum— og annað eins er vinstra
megin í höfuðkúpunni. Taugafrumurnar inní skelinni á þér
eru sem sagt sagðar tvöfalt fleiri en mennirnir. Sumir
segðu 20 sinnum fleiri.
Alla vega er hér um talsvert lið að ræða er það ekki,
— sem þú hefur yfir að ráða til að hjálpa þér að skynja,
hreyfast, hugsa — og nöldra.
P.S. í rauninni hef ég ekki komið mér að efninu enn.
Síðast hótaði ég víst að lýsa kenningu um smíðagalla á
heila mannsins og þar af leiðandi geðveiki. Það lítur út
fyrir að útbólginn heili mannsins hafi hlaðist heldur ólögu-
lega ofan á það sem fyrir var frá örófi alda og segja fróðir
menn að tengingin hafi heppnast heldur illa. Hinn snjalli
rithöfundur Arthur Koestler, sem skrifað hefur margar
athyglisverðar bækur um sögu vísindanna, hefur fjallað
um kenningu þessa í bókum sínum. Krókódíllinn er vel af
guði gerður og hesturinn líka, en það kann ekki góðri
lukku að stýra, þegar heilinn úr þeim er tekinn og báðum
smeygt undir snargáfaða viðbótarkássu frá síðustu ára-
milljón þróunarinnar, — og allt er illa tengt enda gert í
flýti að því er virðist. Þrátt fyrir allar gáfurnar, er ekkert