Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 14
116
MORGUNN
TW: Ég er sannfærður um að það er ekki mikill munur
á vísindamönnum og öðru skapandi fólki, hvort sem það
fæst við listir, viðskipti eða annað. Skapandi menn eru oft
gæddir ákveðinni gáfu, til dæmis til tónlistar, myndlistar
eða til að leysa tæknileg vandamál, og þess vegna beita
þeir gáfum sínum á ólíkan hátt, en í grundvallaratriðum
hygg ég að manngerðirnar séu svipaðar og hreint ekki
svo sjaldgæfar.
Ástríða, hœttúleg einkalífinu
GB: Ég er sammála þessu, en annað, sem þarna kemur
til, er að sumir geta ekki afborið að standa í stað og þrá
það stöðugt að vaxa, en aðrir eru sáttir við að standa í
stað. Auðvitað geta menn ekki verið í stöðugum vexti, en
sumir eru haldnir þessari ástríðu, að vaxa, hvort sem þeir
ná því með að mála, skera út, rækta eða gera tilraunir.
Ég hef séð þetta hjá nemendum mínum. Þeir taka allt í
einu undir sig stökk og þar með verður ekki aftur snúið.
Héðan í frá mun ekkert stöðva þá, þeir hafa ánetjast, eru
haldnir þessari vaxtarþörf, og það held ég að skipti mestu
máli.
vE: Þetta er ástríða, þráhyggja.
GB: Já, og hún er hættuleg, hún er hættuleg einkalífi
manna.
GP: En ef þessir eiginleikar eru af sama toga hjá lista-
mönnum og vísindamönnum, hvað skilur þá á milli þeirra?
Hvers vegna beita sumir þolgæði við að rýna í smásjá en
aðrir við að tálga tré?
GB: Oft er það tilviljun, til dæmis að kennarinn í teikn-
ingu var skemmtilegur . . .
AH: Það held ég ekki. Ég er handlaginn og hefði getað
orðið skurðlæknir eða verkfræðingur, en þótt ég geti teikn-
að hlut sem ég horfi á, get ég ekki beitt ímyndunaraflinu á
þessu sviði. Ég er sannfærður um, að ég hefði aldrei get-
að orðið málari eða myndhöggvari.