Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 73
175
„TJR HEIMI VÍSINDANNA"
Á síðastliðnu ári kom út hefti, sem nefndist „Sjónin —
er augað hluti af heilanum?" 1 hefti þessu eru 12 greinar
um rannsóknir á sjón og eðli augans og ennfremur augn-
sjúkdóma og lækningar á þeim í löndum heimsins. (Impact
af science on society, Vol. 31, No. 2, 1981).
Við skulum renna augum yfir upphaf efnisyfirlitsins.
Ljósmyndari ríður á vaðið. Dharamjit Singh að nafni.
Hann ræðir fyrst um skynjun ljóss og lita, gerð augans,
en þó einkum ljósmyndun og nýjustu tækni á því sviði,
t.d. notkun leysigeisla við töku á þrivíddarmyndum (holo-
graphy). Myndir þessar eru orðnar svo eðlilegar í „fram-
köllun“, að fólk víkur úr vegi til að forðast árekstur við
þessar myndir ,,úr ljósi“. Ýmis konar not eru menn farnir
að hafa af ,,myndum“ þessum, en greinarhöfundur, ljós-
myndarinn, spáir því að þess verði ekki langt að bíða, að
listamenn fari að gera tilraunir með þessa tækni, líkt og
þeir á sínum tíma tileinkuðu sér ljósmyndatæknina
snemma á öldinni. Bráðum verður einnig hægt að gera
þrívíddarmyndirnar í litum. Slík tækni og fleira skylt á
næstu grösum er lykill að nýjum heimi, sem skapandi lista-
menn næstu aldar munu móta: ,,höggmyndir“ úr ljósi
verða gerðar, ný list að sönnu með ótal möguleikum.
Litblinda, vinnuljós, blinda
1 UNESCO-heftinu er grein um litblindu (eftir Leo M.
Hurvich), en samkvæmt athugunum eru um 8% manna
litblindir. Litblinda er til baga í atvinnulífinu, þegar á-
kvörðun um athöfn eða aðgerð er háð litum á einhvern
hátt. — Hundruð lita verða að jafnaði á vegi manns á
venjulegum degi, bæði náttúrlegir litir og í mannheimi.
I tilraunastofum geta vísindamenn greint á milli milljóna
ólíkra lita. — Litblinda er arfgeng, en stundum verður
hún af völdúm sjúkdóma í augum. Stundum hafa lyf (og
»,eiturlyf“) valdið litblindu.
Sovéskur sérfræðingur, E.S. Avetisov, greinir frá sjón