Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 50
152 MORGUNN skynjun og fyrr, en að þessu sinni, í stað þess að leyfa huga mínum að yfirgefa stað þann, sem ég hafði beint honum að, hélt ég athyglinni stöðugri allan tímann. Til- finningin leitaði á ný upp á við, óx að krafti og ég fann til jafnvægisleysis; en með mikilli áreynslu hélt ég athygli minni bundinni við rósina. Skyndilega, með drunum eins og við fossaföll, fann ég straum streymandi ljóss fara inn í heila minn gegnum mænuna. Ég var algerlega óviðbúinn slíkri þróun og varð furðu lostinn; en ég náði stjórn á sjálfum mér strax, sat kyrr í sömu stellingum, og hélt huga mínum við þann stað, sem einbeitingin hafði beinst að. Lýsingin varð æ skærari, drunurnar æ hærri, ég skynjaði nú líkt og högg riði af, mér fannst sem ég svifi út úr líkama mínum, fullkomlega sveipaður björtum geislabaug. Það er ógerningur að lýsa reynslu þessari nákvæmlega. Ég fann að sá punktur vit- undarinnar, sem var ég sjálfur, víkkaði, umkringdur öld- um ljóss. Hann víkkaði æ meir, breiddist út, en líkami minn, venjulega nálægastur allra hluta í skynjuninni, virt- ist hafa horfið brott í mikla fjarlægð þar til hann var ekki lengur í meðvitund minni. Ég var nú allur sjálfsvitund, án ytri marka, án hugmyndar um áþreifanlegan líkama, án nokkurrar tilfinningar eða skyjunar um skilningarvitin sjálf, horfinn djúpt í ljóshafi, samtímis fullur meðvitundar og vitneskju um gervallt, — út þaninn að því er virtist í allar áttir, hindrunarlaust, án efnislegra tálmana. Ég var ekki lengur ég sjálfur, eða réttara sagt, ekki lengur eins og ég kannaðist við mig, lítill depill meðvitundar takmark- aður við líkama, heldur óravíður hringur sjálfsvitundar þar sem líkaminn var einungis smádepill, þannig var ég baðaður björtu ljósi, gagntekinn af upphafningu og sælu, sem ógerlegt er að lýsa. Eftir dálítinn tíma, sem ég treysti mér ekki til að til- greina, tók hringurinn að þrengjast á ný; ég fann mig sjálfan dragast saman og verða æ minni þar til ég varð á ný ógreinilega var við útlínur líkama míns, en síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.