Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 33
FRÁSÖGN
135
miðlinum í djúpan stól líka. Við sungum fyrst sálminn
,,Lýs milda ljós“ og miðillinn féll í djúpan „trance“, að
því er virtist. Stjórnandinn, sem kallaður var Jakob litli,
drengur, hann heilsar, og ávarpar mig undreins, og
segir:
„Já góði minn, það er nú gaman að fá þig, það er ekki
algengt að fá svona menn“, og fór fleirum orðum um það,
„það eru ákaflega margir hjá þér“.
„Hvernig ætli að standi á því?“ spyr ég.
„Já, ég veit það góði minn“, segir Jakob. „Það er vegna
þess, að þú er svo mikið við, þegar verið er að fara
með leifarnar“, segir hann.
„Nú, hvernig er ég það?“ spyr ég.
„Já, já, ég veit það, ég sé þig í þessu síða svarta, og þú
ert að lesa yfir kistunni". Svo segir hann eftir andartak:
„Þetta er annars nokkuð gott, þú biður mikið fyrir þeim,
það er nú það, sem mest gagn er í“.
Svo fer Jakob litli að tala um kirkjuna, og segir að
hún sé falleg. Hann lýsir ljósahjálmunum, þar uppi, og
segir að þeir séu ljómandi fallegir. Þeir voi’u útskornir af
dönskum hagleiksmanni, og virkilega fallegir. „En, þeir
eru bara svo óhreinir, bara skítugir“ segir hann. Þetta
passaði alveg, vegna þess, að á nýársdag, næsta áður, var
hvassviðri af norðaustan, og gekk á með hryðjum, og það
sló svo ofan í ofnrörið, eða skorsteininn, að það alveg kóf-
rauk, og fylltlst af sóti. Það þurfti að þvo alla kirkjubekk-
ina, áður en það var hægt að láta fólk setjast. Það féll
niður messu um daginn, vegna þess. Um vorið varð að
hreinsa kirkjuna hátt og lágt. Þessu lýsir Jakob. Svo bætir
hann við: „Það er ljómandi fallegt þetta, sem er yfir því,
sem þú stendur við“, það mun hafa verið altaristaflan.
„Já, hvað finnst þér fallegast við það?“ spyr ég.
Ég bjóst við ákveðnu svari: „Fanginn“. Það er á mynd-
inni eldri maður, sem er hlekkjaður og lyftir höndunum
upp í áttina til Krists, og andlitið á þessum manni og aug-
un og svipurinn allur, það var svo mikil bæn i svipnum,