Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 33

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 33
FRÁSÖGN 135 miðlinum í djúpan stól líka. Við sungum fyrst sálminn ,,Lýs milda ljós“ og miðillinn féll í djúpan „trance“, að því er virtist. Stjórnandinn, sem kallaður var Jakob litli, drengur, hann heilsar, og ávarpar mig undreins, og segir: „Já góði minn, það er nú gaman að fá þig, það er ekki algengt að fá svona menn“, og fór fleirum orðum um það, „það eru ákaflega margir hjá þér“. „Hvernig ætli að standi á því?“ spyr ég. „Já, ég veit það góði minn“, segir Jakob. „Það er vegna þess, að þú er svo mikið við, þegar verið er að fara með leifarnar“, segir hann. „Nú, hvernig er ég það?“ spyr ég. „Já, já, ég veit það, ég sé þig í þessu síða svarta, og þú ert að lesa yfir kistunni". Svo segir hann eftir andartak: „Þetta er annars nokkuð gott, þú biður mikið fyrir þeim, það er nú það, sem mest gagn er í“. Svo fer Jakob litli að tala um kirkjuna, og segir að hún sé falleg. Hann lýsir ljósahjálmunum, þar uppi, og segir að þeir séu ljómandi fallegir. Þeir voi’u útskornir af dönskum hagleiksmanni, og virkilega fallegir. „En, þeir eru bara svo óhreinir, bara skítugir“ segir hann. Þetta passaði alveg, vegna þess, að á nýársdag, næsta áður, var hvassviðri af norðaustan, og gekk á með hryðjum, og það sló svo ofan í ofnrörið, eða skorsteininn, að það alveg kóf- rauk, og fylltlst af sóti. Það þurfti að þvo alla kirkjubekk- ina, áður en það var hægt að láta fólk setjast. Það féll niður messu um daginn, vegna þess. Um vorið varð að hreinsa kirkjuna hátt og lágt. Þessu lýsir Jakob. Svo bætir hann við: „Það er ljómandi fallegt þetta, sem er yfir því, sem þú stendur við“, það mun hafa verið altaristaflan. „Já, hvað finnst þér fallegast við það?“ spyr ég. Ég bjóst við ákveðnu svari: „Fanginn“. Það er á mynd- inni eldri maður, sem er hlekkjaður og lyftir höndunum upp í áttina til Krists, og andlitið á þessum manni og aug- un og svipurinn allur, það var svo mikil bæn i svipnum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.