Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 72
174 MORGUNN að bregða okkur annað á svipstundu, langt eða skammt, og dveljast víðs fjarri staðbundnum líkama okkar. Augun eru til öryggis í orðsins fyllstu merkingu, en þau eru einnig notuð til að kanna og njóta tilverunnar. Ljós og litir auðga lífið og þeim mun meir sem menn kunna betur að njóta þess, sem er á boðstólum. En jafnvel við mennirnir erum sem kunnugt er mjög misnæmir á lysti- semdir ljósheimsins. Augun eru að vísu ekki lifsnauðsyn. Við þekkjum dæmi um ríkt líf án Ijóss. Við skynjum og skiljum þótt við miss- um sjónina. Við höfum önnur skilningarvit, sem bæta okkur tjónið furðu vel, ef augun bila — svo mikið virðist skaparanum í mun, að við skiljum að vissu marki heiminn í kringum okkur. Þótt unnt sé að komast af án sjónarinnar, eru augun flóknasta skilningarvitið og það hefur aldeilis ekki verið kastað til höndunum við þróun þeirra í aldanna rás. Rann- sóknir vísindamanna undanfarna áratugi hafa enn betur en áður leitt í Ijós margslungin ráð náttúrunnar til að stilla svo til, að dýr og menn hefðu fullt gagn af sólarljósinu í öllum þess tilbrigðum, endurvarpi þess á yfirborði jarðar- innar og öllum hlutum ofan jarðar. Augað skynjar skært skin og dauft skin og misháa tíðni rafsegulbylgnanna í ljósinu, m.ö.o. litina. — Menn hafa sem sagt reynt að skiija til hlítar, hvernig augað skynjar ljós, iiti, skugga: hinn sýnilega heim í allri fjölbreytni sinni. Höggmyndir úr Ijósi Ég hef áður vakið athygli lesenda á ritsafni, sem UNESCO (Fræðsiu-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) gefur út um áhrif vísinda á þjóð- félagið (Impact of science on society). Þetta er ársfjórð- ungsrit og hvert hefti um 250 blaðsíður. Fjallað er um til- tekið meginefni hverju sinni, t.d. náttúruhamfarir, vopn og vísindi, veðurfar, leikföng, leiki og vísindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.