Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 32
134 MORGUNN því við vorum allir vinir hans, og þeirra hjóna beggja, þar sem við höfðum átt svo góðar og glaðar stundir á þeirra gestrisna heimili. Mig hafði lengi langað til þess að komast á miðilsfund í Reykjavík, svo ég kom að máli við séra Jón Auðuns um það, hvort hann gæti ekki útvegað mér fund hjá góðum miðli. Ég tók það skýrt fram, að ég óskaði eftir því, að hann nefndi ekki hver ég væri, eða hvað ég héti, eða nein deili á mér, annað en það, að ég væri maður utan af landi. Og hann lofaði þvi. Daginn eftir hringdi séra Jón í mig, og sagðist hafa haft samband við Guðrúnu frá Berjanesi, sem þá var einn af kunnustu miðlum í Reykja- vík. Hún hafði reyndar tekið sér frí frá fundarstörfum þá um vorið til haustsins, en þegar hún vissi að það var mað- ur utan af landi, var hún fús til þess að hafa fund. Næsta sunnudag um klukkan hálf þrjú var fundartíminn ákveðinn. Séra Jón Auðuns hafði ætlað með mér, en um morguninn hringdi hann, og boðaði forföll. Hann tók fram skýrt og ákveðið, að ég yrði að vera alveg stundvís. Ég lofaði því. Þegar ég kiæddi mig um morguninn, hagaði ég klæðnaði mínum þannig, að það væri ekkert í mínum búningi, sem gæti minnt á það, að ég væri prestur. Ég var t.d. ekki í hvítri skyvtu, heldur gráleitri, og í brúnum fötum, tein- óttum, og svo var ég í gráum rykfrakka, gömlum, og með gráan hatt. Þannig mætti ég til frú Guðrúnar, og hringdi þar dyrabjöliunni. Þau komu bæði til dyra, hjónin, og ég heilsaði þeim, og sagðist vera maðurinn, sem séra Jón Auðuns hefði talað um, og óskaði eftir, að þurfa ekki að kynna mig fyrr en á eftir. Þau tóku mér mjög vel, og sögðu, að það væri ekki óalgengt, að menn vildu koma svona, án þess að geta um áður hverjir þeir væru. Við gengum inn í vistlega stofu. Það voru þykk glugga- tjöld dregin fyrir gluggana, þannig, að það var hálfrokkið inni. Miðillinn, frú Guðrún, settist í djúpan stól, og mað- urinn hennar til hliðar við hana. Ég settist andspænis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.