Morgunn - 01.12.1982, Page 32
134
MORGUNN
því við vorum allir vinir hans, og þeirra hjóna beggja, þar
sem við höfðum átt svo góðar og glaðar stundir á þeirra
gestrisna heimili.
Mig hafði lengi langað til þess að komast á miðilsfund
í Reykjavík, svo ég kom að máli við séra Jón Auðuns um
það, hvort hann gæti ekki útvegað mér fund hjá góðum
miðli. Ég tók það skýrt fram, að ég óskaði eftir því, að
hann nefndi ekki hver ég væri, eða hvað ég héti, eða nein
deili á mér, annað en það, að ég væri maður utan af
landi. Og hann lofaði þvi. Daginn eftir hringdi séra Jón
í mig, og sagðist hafa haft samband við Guðrúnu frá
Berjanesi, sem þá var einn af kunnustu miðlum í Reykja-
vík. Hún hafði reyndar tekið sér frí frá fundarstörfum þá
um vorið til haustsins, en þegar hún vissi að það var mað-
ur utan af landi, var hún fús til þess að hafa fund.
Næsta sunnudag um klukkan hálf þrjú var fundartíminn
ákveðinn. Séra Jón Auðuns hafði ætlað með mér, en um
morguninn hringdi hann, og boðaði forföll. Hann tók fram
skýrt og ákveðið, að ég yrði að vera alveg stundvís. Ég
lofaði því.
Þegar ég kiæddi mig um morguninn, hagaði ég klæðnaði
mínum þannig, að það væri ekkert í mínum búningi, sem
gæti minnt á það, að ég væri prestur. Ég var t.d. ekki
í hvítri skyvtu, heldur gráleitri, og í brúnum fötum, tein-
óttum, og svo var ég í gráum rykfrakka, gömlum, og með
gráan hatt. Þannig mætti ég til frú Guðrúnar, og hringdi
þar dyrabjöliunni. Þau komu bæði til dyra, hjónin, og ég
heilsaði þeim, og sagðist vera maðurinn, sem séra Jón
Auðuns hefði talað um, og óskaði eftir, að þurfa ekki að
kynna mig fyrr en á eftir. Þau tóku mér mjög vel, og
sögðu, að það væri ekki óalgengt, að menn vildu koma
svona, án þess að geta um áður hverjir þeir væru.
Við gengum inn í vistlega stofu. Það voru þykk glugga-
tjöld dregin fyrir gluggana, þannig, að það var hálfrokkið
inni. Miðillinn, frú Guðrún, settist í djúpan stól, og mað-
urinn hennar til hliðar við hana. Ég settist andspænis