Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 63
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“:
(3. þáttur)
ÞÓR JAKOBSSON:
MANNSHEILARNIR TVEIR
Nokkur orð um heilann. Eins og kunnugt er skiptist
heilinn i tvennt: vinstri helming og hægri helming. Vitað
hefur verið alllengi að helmingarnir skipta með sér verk-
um. Sumum heilafræðingum finnst sem helmingarnir skipti
jafnvel svo rækilega með sér verkum að tala megi um
tvo heila. Við hefðum því tvær hendur, tvo fætur, tvö
eyru, tvö augu, tvö lungu, tvö nýru — og tvo heila!
Þessi samlokubragur hjá mönnum og dýrum kom
snemma fram í þróuninni. En amaban litla, einfrumung-
urinn, hefur ekki hægri hlið og vinstri hlið. Hún hreyfist
eiginlega eins og pínulítil blaðra á floti í vökva, líður
áfram þegar þyngdarpunktur hennar færist til. Þótt hún
bregðist við áhiáfum efnasambanda og streymi úr einum
stað í annan, hefur hún ekki taugakerfi til að samræma
hreyfingu eða halda henni við af sjálfsdáðum.
Taugakerfi þróaðist fyrst með marglittum og skyldum
öýrum. Marglittan er fær um að samræma sund sitt. Það
sem einkennir taugakerfið og raunar dýrið allt er hið
hjól-laga fyrirkomulag. Ein hliðin snýr að vísu upp og
önnur niður, en ekkert snýr fram eða aftur til lengdar.
Um tíma syndir hún áfram með einn hluta ,,hjólsins“