Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 5

Morgunn - 01.06.1988, Síða 5
Guðjón Baldvinsson: RITSTJÓRARABB I höndum hafið þið nú fyrra hefti morguns 1988 og von- andi þykir ykkur það koma nokkuð svo færandi hendi. Sigurbjörn Svavarsson, sem ritstýrt hefur Morgni við góð- an orðstí s.l. 4 ár, hefur nú óskað eftir að hætta þeim starfa, vegna annríkis á öðrum vettvangi. Færum við honurn hér með bestu þakkir fyrir vel unnið starf í þágu Morguns, og þá um leið Sálarrannsóknafélags íslands. Þegar undirritaður hafði samþykkt, eftir nokkra umhugs- un, að taka að sér ritstjórn eins tölublaðs af tímaritinu, þar til annar ritstjóri hefði verið fenginn til starfa, þá varð honum einna fyrst fyrir að íhuga hvert væri hlutverk slíks félagsrits og hvað því bæri einna helst að birta af efni. Fyrsti ritstjóri Morguns, Einar H. Kvaran, nefndi í inngangsorðum sínum að fyrsta tölublaði hans árið 1920, að það væri von þeirra, sem að útgáfu ritsins stæðu að það yrði, eins og hann orðar það, ,,ofurlítill gluggi, er eitthvað af morgungeislum góðra hugsjóna gæti skinið gegn um, og með þeim hætti komist inn í sem flest heimili þessa lands.“ Minn skilningur á þessum orðum hans er sá, að Morgni beri m.a. að birta efni um það helsta og nýjasta, sem er að ske i sálarrannsóknum hverju sinni og ýmsu því, sem að starf- semi Sálarrannsóknafélagsins lýtur. Jafnframt hlýtur það að vera keppikefli ritsins að birta sem mest frá sjálfum félags- 3

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.