Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 14
AF FUNDI MEÐ TUTU
MORGUNN
ykkur eru, kraft og orku til þess að endurnýja og fríska upp
styrk ykkar.
Nú finnst mér að ég hafi talað nægilega lengi á þennan
hátt. Ég treysti því að ykkur muni ekki finnast að ég hafi
verið að predika yfir ykkur, því ég hef komið af löngun til að
hjálpa ykkur til þess að finna ykkur betur sjálf. En ef þið
viljið taka smástund í að spyrja spurninga, þá mun ég reyna
að svara þeim. Ég hef verið í heimi andans um afar langan
tíma, en ég kann þó ekki öll svör. Ég er enn sem ungabarn.
Ég er enn að læra á göngu lífsins. En kannski, eins og
stundum á við um eldri bróður, þá hef ég ferðast dálítið
lengra og lifað svolítið lengur, svo ég er ef til vill fær um, ef
ykkur sýnist svo, að varpa örlitlu ljósi og skilningi á þær
spurningar, sem þið kunnið að hafa.
Þakka ykkur fyrir áheyrnina!
Sp.: Geturðu sagt okkur hver eru takmörk þekkingar
þinnar?
Sv.: f»ví er erfitt að svara, því allt sem ég segi, þarf að miða
við takmörk þrívíddarheims ykkar. Ykkur er vel kunnugt um
að til eru fleiri víddir og þið komist í snertingu við þessar
víddir hvenær sem þið tengist heimi andans, hvort sem þið
eruð áheyrendur, kennarar, að rannsaka eða heila, hver svo
sem tengsl ykkar við veröld andans eru, þá komist þið í
snertingu við þessar víddir. En þið getið samt ekki meðtekið
og skilið, því sú þekking sem ég hef, er fengin með reynslu,
sem ég hef gengið í gegn um, á sama hátt og ykkar þekking er
reynsla. Árin sem þið hafið lifað, þau verk sem þið hafið
unnið, þau lönd sem þið hafið heimsótt, fólkið sem þið hafið
talað við, könnun ykkar á þessari heimsspeki, takmörk
reynslu minnar eru mjög lík þessu. En það á einnig við um þá
reynslu sem ég hef áunnið mér með dvöl minni innan heims
andans eða annarra vitundarvídda vítt og breytt.
Sp.: Er mögulegt fyrir okkur hér á jörðinni að skilja full-
komlega þann heim, sem þú ert í núna?
Sv.: Nei, það er ekki mögulegt. Þið kunnið að hafa fengið
mikinn skilning á honum í gegn um lestur og reynslu, eins og
12