Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 15

Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 15
morgunn AFFUNDI MEÐTUTU ég hef þegar sagt. En ef þið hafið ekki heimsótt, eða hefðuð ekki heimsótt, annað land handan við höfin, þá gæti verið að þið hefðuð séð myndir eða lesið bækur um þau. En ef þið hafið ekki stigið niður fæti í öðrum löndum þá getið þið ekki metið og skilið þau til fulls. Og þannig er það líka hvað varðar andlega heiminn og hið andlega líf. Maður verður að koma til þessara landa til þess að geta skilið þau. Stundum fæst mikil reynsla í svefni, því allir yfirgefa jarðlíkamann á meðan þeir sofa. Margir muna ekki þá reynslu sem þeir hafa öðlast, aðrir hafa þjálfað sig til þess að muna, og ef hægt er að gera svo, þá er reynslan sem fæst í svefni mikil og margvísleg. Þá hittið þið látna ástvini ykkar. Þið hittist á nokkurs konar almennings samkomustað. Nokkurn veginn mitt á milli andlega heimsins og þess jarðneska, á stað sem við skil- greinum sem geðræna sviðið. Þar er almennur samkomu- staður og eins og á jörðinni þá er geðræna sviðið bæði fagurt og ófagurt, því sérhver sál skapar sjálf þær aðstæður sem hún eða hann ber með sér þegar komið er í andlega heiminn. Hann eða hún geta aðeins flutt með sér ríkjandi aðstæður þegar þau ganga til fundar á geðræna sviðinu. Stundum munið þið eftir að hafa talað við ástvini ykkar þar, allt það sem þeir hafa sagt, og allt það sem þeir hafa sýnt ykkur. En stundum getið þið líka ekki munað neitt. Þetta er ekki eina reynslan sem þið upplifið í svefni. Stundum er nauðsynlegt fyrir hjálpendur ykkar að nota ykkur við heilun í svefni. T.d. á orrustuvöllum þar sem geysað hafa bardagar og manndráp. Og þið hjálpið fólkinu í andlega heiminum, við að heila huga og líkama, til þess að hjálpa sálum yfir þessi landamæri. Stundum geymist minningin hjá sumum. Hjá öðrum hefur hún grafist djúpt í undirmeðvitundina um sinn. Sú reynsla sem maður getur orðið fyrir í svefni er takmarkalaus. Það eru engin takmörk fyrir þessum upplifunum. En þið getið ekki, ekki einu sinni í svefni, farið inn í andlega heiminn. Þið getið kannski numið nokkra glampa frá honum, en það næsta sem þið komist er inn á geðræna sviðið, því þið eruð enn tengd jarðlíkama ykkar með silfurstrengnum og þess vegna til- heyrið þið enn jörðinni og til hennar verðið þið að snúa aftur. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.