Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 17

Morgunn - 01.06.1988, Page 17
morgunn AF FUNDI MEÐ TUTU uin reikistjörnurnar sem ganga í kring um sólina ykkar. Það tekur jörð ykkar 24 klst. að snúast einn hring um öxul sinn og heilt ár að fara hring um sólina sína, sólina ykkar. En til eru aðrar reikistjörnur í ykkar sólkerfi, sem eru heilt ár að snúast um sinn öxul og langan, langan tíma að fara í kring um sólir sínar. Er tíminn eitthvað mismunandi á þessum reikistjörn- um? Eða er tíminn bara ekki til? (Innskot fyrirspyrjanda); Þetta er allt afstætt! — Það er afstætt já, allir hlutir eru afstæðir. En tími er nokkuð sem maðurinn hefur þurft að nota við störf sín á jörðinni, frá því fyrir mörgum öldum síðan, sólin kemur upp og hnígur til viðar, svo maðurinn geti plaegt akur sinn, sáð í land sitt, ræktað og uppskorið fyrir skepnur sínar á réttum tíma. Sp.: Ég var að hugsa um eitthvað áþekkt og tímann á milli endurfæðinga þinna, því þú dvelur ekki áþessum stað enda- laust. Sv.: Ja, það er nú nokkuð sem jafnvel hinir miklu kennarar hérna megin lífsins hafa skiptar skoðanir um. Og það er einnig atriði, sem ég og miðillinn minn höfum kosið að nota ekki í því starfi, sem við erum að inna af hendi á jörðinni. Það er staðreynd að endurholdgun á sér stað, en maður skutlast ekki á milli jarðar og andlega heimsins eins og jó-jó í bandi. Og fyrir marga er það ekkert nauðsynlegt að snúa aftur til jarðar eða að snúa yfirleitt aftur innan einhvers gefins tíma. Sumir leita ekki alltaf eftir því að endurfæðast í líkama, en vilja heldur starfa á þann hátt, sem margir kennarar og leiðbeinendur gera, með notkun á, eða fenginn að láni, öllu heldur, huga og heila miðils. Það eru ekki til neinar fast- mótaðar reglur um endurholdgun, því alveg eins og þið hafið frjálsan vilja á jörðinni, þá mun sá frjálsi vilji fylgja ykkur yfir á hinar víddirnar, hringferðirnar, á hin sviðin. Og hann mun starfa á þann hátt, sem þið viljið að hann geri. Sp.: Geturðu þá talað um hinn frjálsa vilja, sem eitthvað frekar takmarkað? Sv.: Hann er takmarkaður á jörðinni já, vegna þess að þú verður að vera bundinn innan lögmáls lands þíns að vissu ieyti og líka vegna þess að þú ert takmarkaður af jarðlíkam- 15

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.