Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 26

Morgunn - 01.06.1988, Síða 26
SKRIFSTOFUSPJALL í desember 1988, eru 70 ár liðin frá stofnun Sálarrann- sóknafélags íslands. Að stofnun félagsins stóð hópur fólks sem m.a. hafði starfað í Tilraunafélaginu. í fararbroddi voru þeir Einar Kvaran og Haraldur Niels- son, en þeir nutu stuðnings margra ágætra manna. Á stefnuskrá þeirra félaga var m.a.: Að efla áhuga þjóðarinnar á andlegum málum og fræða fólk um árangur af sálarrann- sóknum einkum að því leyti, sem þær bentu á framhaldslíf manna eftir dauðann, ogsamband við framliðna menn. Þeim tilgangi hugðist félagið ná, með fyrirlestrum og umræðum og útgáfu rita, eða stuðning að slíku. Einnig hugðust þeir stuðla að sálarlífsrannsóknum með því að gera félagsmönnum kleift að komast á sambandsfundi hjá góðum miðlum, inn- lendum eða útlendum. Vildu þeir félagar starfa á grundvelli þeirrar sannfæringar, að samband hefði fengist við framliðna menn, og vildu þeir efla og verja þá sannfæringu eins og best gæfist kostur. Síðan þetta gerðist, hefur mikið vatn runnið til sjávar, og má vitanlega deila um það hvort þeim er starfað hafa í félaginu í gegnum tíðina, hefur tekist að vinna að þeim málefnum sem upphaflega var áætlað. 24

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.