Morgunn - 01.06.1988, Page 27
morgunn
SKRIFSTOFUSPJALL
í dag er Sálarrannsóknafélag íslands félag sem telur um
það bil 1000 félaga, auk þess að áhrifa þess gætir út um land,
svo að í dag eru starfandi sjálfstæð félög Sálarrannsókna-
manna á Suðurnesjum, Selfossi, Hafnarfirði, Akureyri,
Sauðárkróki og Blönduósi. Auk þess að víða um land eru
einstaklingar og smáhópar, sem alltaf fylgjast grannt með
eilífðarmálunum.
Sálarrannsóknafélag íslands á húsnæði í Garðastræti 8
H-hæð, og gerir það félaginu kleift að reka skrifstofu, sem
annast þjónustu og upplýsingastörf fyrir félagið. Skrifstofan
er opin alla virka daga milli kl. 13:00 og 17:00, lokað á
föstudögum. Einnig er skrifstofan lokuð í júlí og ágúst.
A skrifstofunni eða í gegnum síma félagsins er hægt að
komast í samband við þá læknamiðla, sem starfa fyrir fé-
lagið, og einnig þá gestamiðla sem hafa verið fengnir til
starfa undanfarin ár, og þá aðallega frá Bretlandi. Mikil
eftirspurn er alltaf eftir einkafundum og hefur þessvegna
orðið að takmarka þátttöku fólks, þannig að eingöngu fé-
lagsmenn eiga kost á einkafundum. Vaxandi áhugi virðist
vera hjá fólki á að kynna sér þetta málefni, og kemur það
m.a. fram í aukinni eftirspurn eftir miðilsfundum, nám-
skeiðum og lestrarefni. Það mun þó öllum ljóst, að til þess að
lélag sem þetta geti sinnt óskum félaga sinna, þá þarf að
koma til vakandi áhugi félagsmanna og viljum við hér með
hvetja ykkur kæru félagar, til að hafa samband við okkur, á
félagsfundum, á skrifstofunni, í gegnum síma eða bréflega
(Pósthólf 433 — 121 Rvík) ef þið hafið einhverjar góðar
leiðbeiningar eða ábendingar. Éinnig eru vel þegnar allar
þær frásagnir eða greinar, sem hugsanlega væru nýtanlegar í
tímaritið Morgunn. — Og fari svo sem til var stofnað, þá á
Sálarrannsóknafélag íslands ennþá verðugt verkefni fyrir
höndum.
Með bestu kveðjum
Auður Hafsteinsdóttir
25