Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 29

Morgunn - 01.06.1988, Síða 29
morgunn SKÝRSLA FORSETA . . . jafnframt koma á breytingum í stjórnun og verkaskiptingu hjá félagi, þar sem hingað til, svo að segja öll störf og fram- kvæmd þeirra höfðu í áraraðir hvílt á herðum örfárra ein- staklinga í stjórn félagsins, nema til gagngerðra breytinga kæmi, að því er varðaði stjórnun og endurskipulagningu á félaginu. Með þetta að leiðarljósi lét ég tilleiðast - settist niður og tók saman uppkast að reglugerð með tilliti til laga S.R.F.Í., bæði að því er varðaði verksvið stjórnar og varastjórnar, svo og fyrir starfslið skrifstofu félagsins. Ennfremur stofnun og starfssvið hinna ýmsu nefnda, svo og ritnefndar, dreifa hinum ýmsu verkefnum yfir á fleiri aðila og létta þannig störf allra starfandi félagsmanna, með það í huga, að ..margar hendur vinna létt verk“. Þessar ýmsu nefndir voru: t- Útgáfunefnd tímaritsins Morguns (3ja manna). 2. Nefnd vegna bókavörslu (3ja manna). 3. Húsnefnd (3ja manna). 4. Húsbyggingarnefnd (3ja manna). 5. Fræðslunefnd (5 manna). 6. Rannsóknanefnd (4 manna). 7. Eftirlits- og tilraunanefnd (5 manna). b. Upptöku- og sýninganefnd (3ja manna). 9. Móttökunefnd erlendra miðla og fyrirlesara (3ja manna). eða samtals 9 nefndir, með alls 32 manna starfsliði. í reglugerð, sem samin var í sambandi við þessar nefndir er í stórum dráttum kveðið á um starfstilhögun og starfs- vettvang. Auðvitað tekur það sinn tíma að aðlaga sig breytt- um vinnuháttum, enda hefur sú orðið raunin á, þar sem sumar nefndir eru varla komnar í gang, en aftur aðrar þegar tekið vel við sér. Svo má líka geta þess, að þessi skipulags- breyting var ekki komin til aðila fyrr en um haustið 1987, 27

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.