Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 31

Morgunn - 01.06.1988, Page 31
morgunn SKÝRSLA FORSETA . . . stutta jólahugleiðingu. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, prestur kirkjunnar flutti stórfróðlegt og skemmtilegt erindi, sem hann kallaði „Spíritisminn og Biblían“ og kom víða við. Á eftir voru kaffiveitingar í félagsheimili kirkjunnar. 7. janúar 1988 var félagið aftur komið með félagsfundina á Hótel Lind (áður Hótel Hof), og þá hélt magister Björn Sigfússon fyrrverandi háskólabókavörður áhugavert og fróðlegt erindi, sem hann nefndi „Undirdjúp, sem hafa grynnkað“. 9. febrúar, á félagsfundi í Hótel Lind, fluttu þeir Guð- mundur Einarsson varaforseti félagsins og Guðjón Bald- vinsson erindi um „dulræn fyrirbæri og líkamninga“. 4. mars, á félagsfundi í Hótel Lind, flutti Dr. Erlendur Haraldsson dósent við Háskóla íslands, athyglisvert erindi, er hann nefndi „Dulræn reynsla í alþjóðlegri gildiskönnun Gallupstofnunarinnar“. 7. apríl, á félagsfundi í Hótel Lind, flutti Ævar Jóhannes- son, starfsmaður raunvísindastofnunar Háskóla íslands, fróðlegt erindi um „raddirnar að handan“, þar sem hann m. a. skýrði frá því að Radio Luxemburg væri farin að senda út einu sinni í viku samtöl við fólk handan. Erlendir miðlar á starfsárinu: Gladys Fieldhouse starfaði á vegum félagsins dagana 5,- 18. maí 1987. Hún hélt 66 einkafundi, 2. skyggnilýsinga- fundi og einn fræðslufund. Julia Griffiths vann á vegum félagsins í október 1987. Hún hélt 55 einkafundi, 7 fimm manna fundi, 2 skyggnilýs- ingafundi og einn fræðslufund. Terry Trace kom til félagsins í febrúar 1988 og hélt 70 einkafundi og 2 skyggnilýsingafundi. Carmen Rogers kom til starfa hjá félaginu í mars 1988. Hún hélt 60 einkafundi, einn skyggnilýsingafund og einn fræðslufund. Robin Stevens kom um páskaleytið í apríl. Hann hélt einn skyggnilýsingafund og einn fræðslufund. Gladys Fieldhouse kom hér í maímánuði. Þannig hafa samtals 6 erlendir miðlar starfað hér á vegum 29

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.