Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 31
morgunn
SKÝRSLA FORSETA . . .
stutta jólahugleiðingu. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson,
prestur kirkjunnar flutti stórfróðlegt og skemmtilegt erindi,
sem hann kallaði „Spíritisminn og Biblían“ og kom víða
við. Á eftir voru kaffiveitingar í félagsheimili kirkjunnar.
7. janúar 1988 var félagið aftur komið með félagsfundina
á Hótel Lind (áður Hótel Hof), og þá hélt magister Björn
Sigfússon fyrrverandi háskólabókavörður áhugavert og
fróðlegt erindi, sem hann nefndi „Undirdjúp, sem hafa
grynnkað“.
9. febrúar, á félagsfundi í Hótel Lind, fluttu þeir Guð-
mundur Einarsson varaforseti félagsins og Guðjón Bald-
vinsson erindi um „dulræn fyrirbæri og líkamninga“.
4. mars, á félagsfundi í Hótel Lind, flutti Dr. Erlendur
Haraldsson dósent við Háskóla íslands, athyglisvert erindi,
er hann nefndi „Dulræn reynsla í alþjóðlegri gildiskönnun
Gallupstofnunarinnar“.
7. apríl, á félagsfundi í Hótel Lind, flutti Ævar Jóhannes-
son, starfsmaður raunvísindastofnunar Háskóla íslands,
fróðlegt erindi um „raddirnar að handan“, þar sem hann m.
a. skýrði frá því að Radio Luxemburg væri farin að senda út
einu sinni í viku samtöl við fólk handan.
Erlendir miðlar á starfsárinu:
Gladys Fieldhouse starfaði á vegum félagsins dagana 5,-
18. maí 1987. Hún hélt 66 einkafundi, 2. skyggnilýsinga-
fundi og einn fræðslufund.
Julia Griffiths vann á vegum félagsins í október 1987.
Hún hélt 55 einkafundi, 7 fimm manna fundi, 2 skyggnilýs-
ingafundi og einn fræðslufund.
Terry Trace kom til félagsins í febrúar 1988 og hélt 70
einkafundi og 2 skyggnilýsingafundi.
Carmen Rogers kom til starfa hjá félaginu í mars 1988.
Hún hélt 60 einkafundi, einn skyggnilýsingafund og einn
fræðslufund.
Robin Stevens kom um páskaleytið í apríl. Hann hélt
einn skyggnilýsingafund og einn fræðslufund.
Gladys Fieldhouse kom hér í maímánuði.
Þannig hafa samtals 6 erlendir miðlar starfað hér á vegum
29