Morgunn - 01.06.1988, Page 33
MORGUNN
SKÝRSLA FORSETA . . .
gera, byggðri á alfræðibók Gyldendal forlagsins og mun
Örn og Örlygur hf. gefa bókina út. S.R.F.Í. var beðið um
ýmsar upplýsingar, svo sem um tilurð og tilgang félagsins og
hefi ég að beiðni stjórnarinnar svarað þessu bréfi.
Ef litið er til baka yfir farinn veg þessa starfsárs, þá held
ég að kostir verkaskiptingar innan félagsins séu hægt og bít-
andi að koma í ljós og beri því í stórum dráttum að feta
áfram þá braut, sem við lögðum út á.
Eins og áður mun frú Auður Hafsteinsdóttir annast rekst-
ur skrifstofunnar auk þess sem hún er eins konar tengiliöur,
annars vegar við félagsmenn og hins vegar við stjórn félags-
ins og hinar ýmsu nefndir. Það starf hefur hún unnið með
hinni mestu prýði. Þakkir séu henni hér með færðar. Skrif-
stofustjóri vinnur nú allan daginn.
Einnig færi ég öllu öðru starfsfólki S.R.F.Í. þakkir fyrir
óeigingjörn og tímafrek störf í þágu málefnisins og félags-
ins.
Enn hefur ekkert okkar fundið hinn algilda sannleika, svo
leitinni ber að halda áfram í trausti þess að sá sem leitar
finni, að sá sem knýr á, fyrir honum upp ljúkist og að sá
sem biður af hreinum huga - honum muni að lokum veitast
allt þetta einhvern tíma á eilífðarbrautinni.
Að lokum vil ég þakka stjórn félagsins samstarfið, þakka
ritstjóra Morguns Sigurbirni Svavarssyni, sem nú lætur af
störfum ritstjóra tímaritsins eftir fjögurra ára starf, enn-
fremur vil ég þakka núverandi ritara félagsins, frú Sigrúnu
Oddsdóttur fyrir vel unnin störf að ritaramálum og harma
að hún sér sér ekki fært að gegna þeim lengur.
Öllum, sem starfað hafa að ýmsum nefndarstörfum innan
félagsins, færi ég ennfremur bestu þakkir - svo og þeim sem
nú ganga úr stjórn og varastjórn.
Geir R. Tómasson.
31