Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Side 36

Morgunn - 01.06.1988, Side 36
HULDIR HEIMAR 1 SJÓNVARPI MORC.UNN ástæða þess að enn skuli vera til fólk, sem tekur þessa hluti af alvöru. Er ekki einmitt líklegt að það sé vegna þess að þessi atriði hafi nærst og viðhaldist af beinni reynslu og upplifun- um fólksins sjálfs? Flestir kannast við áifasteininn við Álfhólsveg í Kópavogi og frásagnir af hremmingum þeim sem vegagerðarmenn og eigendur lóða í kring um hann hafa lent í, ætluðu þeir eitt- hvað að hrófla við honum. Hafa margir talið fullvíst að þar byggju álfar, sem ekki yndu því raski sem þar átti stundum að framkvæma. í myndinni kveður og heimildarmaður, sem er mjög skyggn, að þar hafi fyrrum búið margir álfar, en nú sé þar, líklega vegna umróts og umferðar manna, aðeins einn öldungur eftir og fáeinir unglingar. Jafnframt var þess getið að þessir síðustu íbúar steinsins væru að undirbúa brott- flutning sinn og innan árs yrðu þarna engir álfar eftir. Væri því óhætt að gera þær breytingar á vegarstæðinu, sem menn kynnu að óska, að þeim tíma liðnum. Fannst undirrituðum þetta athyglisvert atriði og íhugun- arvert fyrir þá, sem þarna vildu gera breytingar, því fróðlegt væri að taka saman og athuga í því tilfelli framgang aðgerða, þ.e. fyrrum og þeirra er nú yrðu gerðar, að þessu ári liðnu. Færi svo að allt gengi að óskum við hugsanlegar breytingar nú, væri það þá ekki nokkur sönnun þess að þarna hafi einhverjir okkur ósýnilegir haft hagsmuna að gæta og jafn- framt segja nokkuð um áreiðanleika skyggnigáfunnar? Þá var einkar skemmtilegt að sjá hvernig hægt var að beita tækni myndbandsins við að lýsa skynjunum Erlu í sambandi við huldufólkið, útliti og staðsetningu tívanna í Esjunni, og bústöðum álfa og huldufólks í holtinu í kring um Kópa- vogskirkju. Ekki var að sjá að þau væru háreyst húsakynni þessara íbúa holtsins, enda sjálfsagt önnur viðhorfin og að- stæðurnar í þeirra vídd. Og vart verður annað sagt en að fallegir hafi þeir verið tívarnir í Esjunni og gaman að fá smá nasasjón af öllu þessu lífi, sem í náttúrunni býr. Texti myndarinnar var ágætlega gerður, þó í einstaka til- fellum hafi hann verið nokkuð flókinn og vandgripinn, jafn- vel fyrir þá, sem eitthvað höfðu kynnst þessum málum áður. 34

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.