Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 39

Morgunn - 01.06.1988, Page 39
morgunn RANNSÓKNIR í DULSÁLARFRÆÐl sálar eða lífs eftir dauðann, hvaðan kemur þeim þá allur þessi áhugi? í stríði, eða á tímum aukinnar spennu þá eru það einkum þrjú atriði sem eru afar mikilvæg: að tryggja virkni eigin fjarskipta, villa um fyrir og rugla andstæðinginn í ríminu varðandi fyrirætlanir þínar og vita eins mikið og mðgulegt er um hans áætlanir. Dreifing fjarskipta- og njósnahnatta um himingeiminn er dæmi um hversu mikla áherslu bæði austur- og vesturveldin leggja á þetta atriði. Fjarskipti eru samt sem áður ákaflega viðkvæm fyrir trufl- unum. Þetta á ekki aðeins við um fjarskiptahnetti heldur F'ka venjulegar útvarpsbylgjur, því að kjarnorkusprengja, sem sprengd er í andrúmsloftinu mun hafa verulega trufl- undi áhrif á fjarskipti, á svipaðan hátt og sólgos. Austur- og vesturveldin gera sér fulla grein fyrir þessari hættu og báðir aðilar hafa um langan tíma gert tilraunir með hugskeyti. Vitað er að Bandaríkjamenn reyndu að senda hugboð til geimfara sinna á meöan á Apolló-áætluninni stóð og Rússar hafa s. 1. 20 ár unnið að þróuðum tilraunum með hugsana- flutning hjá fjöldamörgu fólki með dulræna hæfileika - og hafa þeir náð góðum árangri á því sviði. Fjarskipti við kaf- báta neðansjávar eru sérstaklega erfið, en á miðjum sjö- unda áratugnum sönnuðu Rússar að huglæg sambönd voru möguleg með því að setja nokkra kanínuunga um borð í kafbát og fylgjast síðan með viðbrögðum móður þeirra í hvert sinn er einum þeirra var lógað, en hún hafði verið skil- in eftir í landi. Þetta gefur til kynna hernaðarlegan áhuga þeirra á dulrænum boðleiðum. Notkun hátíðni útvarpssenda, sem beint er að mönnurn er vel þekkt, Bandaríska sendiráðið í Moskvu var skotmark s'íkra „hugtruflunar-geisla“, og sendiráðsmennirnir mót- mæltu því réttilega. En Rússar höfðu lært nóg til þess að fera þess konar truflanir út yfir miklu stærra svið og svæði. Næsta skotmark var austurströnd Kanada og Norður-Amer- íku, þar sem almenningur tók að kvarta yfir miklum höfuð- verkjatilfellum og flökurleika. Rússar viðurkenndu að vera valdir að þessu og höfuðverkjunum linnti. 37

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.