Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 41

Morgunn - 01.06.1988, Síða 41
morgunn RANNSÓKNIR í DULSÁLARFRÆÐl . Rússar - og aðrir að sjálfsögðu - myndu vissulega hafa áhuga á mannlegri efnistilfæringu - hugsið ykkur ef hægt væri að flytja skemmdarverkamenn frá A til B á þennan hátt. Eitt víðkunnasta tilfelli af þessu tagi átti sér stað þegar frú Cuppy var uppnumin á heimili sínu í Highbury í Norð- ur-London og birtist á miðilsfundi í Conduit Street - og þetta var ekkert smá afrek því frúin vó 127 kíló. Hinn frægi Uri Geller hefur lýst því í sjálfsævisögu sinni hvernig hann var skyndilega fluttur frá New York til heimilis lærimeistara s*ns, Andrija Puharich, í um 35 mílna fjarlægð, en skyndi- •egt hvarf og birting hans var vottfest af vitnum á báðum stöðum. Rússar hafa lengi haft áhuga á sálarafli sem hefur áhrif á efni og orku og eiga til dæmi um slíkt, Ninu Kulagina, en teknar voru myndir af því er hún hreyfði til hluti með hugar- afli sínu einu saman. Vitað er að þeir eru að gera tilraunir með þetta form, sem þeir kalla „orkuflutning“, en beiting þess í hernaðarlegum tilgangi opnar fyrir skelfilegan mögu- •eika - lömun lífsnauðsynlegra her- og bækistöðva o. s. frv. með því að hafa áhrif á viðkvæmar straumrásir. Light, þýð. Guðjón Baldvinsson. 39

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.