Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 42

Morgunn - 01.06.1988, Page 42
Guðjón Baldvinsson: UM BÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM“ Árið 1985 var gefin út í Bretlandi bók eftir John G. Fuller, er nefnist áensku ,,The Ghost of 29 Megacycles,“ eða Veran á 29 megariðum. Fjallar bókin um allóvenjulegt efni eða tilraunir nokkurra sjálfstæðra vísindamanna við að koma á talsambandi við fólk í heimi ,,látinna“, með aðstoð tækja er vinna á háum tíðnisviðum. John G. Fuller er kunnur af fyrri bókum sínum urn óút- skýrð fyrirbæri og má þar til nefna bækurnar „Andinn í flugi 401“ og „Flugliðarnir sem ekki vildu deyja.“ Bækur hans eru nokkurs konar skýrslur, hann leggur ekki fram beinar sannanir en felur það í vald lesandans hvort hann vill trúa því sem í bókunum birtist eða ekki. í formála sínum að bókinni nefnir hann þó að ef það sem þar er skráð hefði ekki við rök að styðjast þá vakni óhjá- kvæmilega sú spurning hvers vegna í ósköpunum hópur áreiðanlegra og virtra vísindamanna, eðlisfræðinga, raf- eindafræðinga, lækna, prófessora, stjórnenda, klerka, dug- andi kaupsýslumanna og annarra, hefur eytt hálfri milljón dollara og tíu árum í rannsóknir á möguleikum þess að sanna líf eftir dauðann með rafeindatækni, og hvers vegna þeir komast að þeirri niðurstöðu að rökin fyrir slíkum möguleika séu orðin býsna sterk. Og hver eru svo efnistök bókarinnar? í henni segir frá því að árið 1973 hófu tveir menn, Georg Meek og William O’Neil að nafni, samstarf um að reyna að smíða tæki sem í 40

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.