Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 44

Morgunn - 01.06.1988, Síða 44
UM BÓKINA ..VF.RAN Á 29 MEGARIÐUM" MORGUNN Meek erfitt aö vinna með O’Neil. Hann var óútreiknanlegur og sérvitur. Var Meek því oft við það að gefast upp. En á móti kom að O’Neil var einhver sá besti miðill sem Meek hafði fyrir hitt, hann bæði sá og heyrði í fólki fyrir handan, var líkamningamiðill, auk þess að hafa ágæta þekkingu í rafeindatækni. O’Neil náði fyrst sambandi við látinn lækni sem kallaði sig „Doc Nick“. Kvaðst hann hafa látist 5 árum áður. Doc Nick gaf O’Neil ýmsar verðmætar upplýsingar um hvernig nota mætti vissar útvarpsbylgjur sem orkuuppsprettu. Þegar þessar útvarpsbylgjur væru tengdar segulbandstæki þá væri mögulegt að ná þannig sambandi við hann. Með öðrum orðum, hann var að benda O’Neil á hvernig hann gæti notað útvarpið sitt til þess að heyra rödd læknisins í stað þess að nota miðilshæfileika sína. Þetta var svo sem ekkert alveg nýtt, ýmsir höfðu haldið því fram áður að þeir hefðu fengið inn á tæki sín raddir að handan. En í engu þessara tilfella var um bein tjáskipti að ræða og setningarnar voru einatt stuttar og ótengdar. Þessar raddir voru kallaðar á ensku „raudive voices“. Þær voru ógreinilegar því illa gekk að greina frá þeim truflanir og hávaða á bylgjunum. En það var orðið ljóst að fólk á öðrum tilverusviðum virtist geta notað þessar út- varpsbylgjur sem orkuuppsprettu fyrir raddir sínar á okkar tíðnisviði. Útvarpsbylgjurnar ollu því reyndar að erfitt var að heyra raddirnar en þær voru þó óhjákvæmilegar. Þegar hér var komið sögu var O’Neil kominn í samband við annan mann fyrir handan, Georg Mueller að nafni og var farinn að fá langar tæknilegar upplýsingar frá honum varð- andi verkefnið. Um leið og Mueller fór að koma inn í myndina hvarf Doc Nick smám saman, þar til þeir misstu sambandið við hann. Mueller veitti þeim nægar upplýsingar til þess að þeir gætu kannað tilvist hans hér á jörðunni. Hann hafði verið fær eðlisfræðingur. Hann benti O’Neil á hvar hann gæti fundið dánarvottorð sitt frá árinu 1967. Einnig gaf hann upp 3 leynisímanúmer, sem hann hafði haft sem starfsmaður hjá bandarísku leyniþjónustunni. Allt þetta gátu þeir sannreynt. Meira að segja hringdu þeir í leyninúm- 42

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.