Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 45

Morgunn - 01.06.1988, Síða 45
morgunn UM IiÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM" enn, reyndar eftir miklar vangaveltur og þar á bæ urðu menn að sjálfsögðu afar forviða og máttu þeir O’Neil og Meek þakka fyrir að sleppa með skrekkinn og verða ekki sakaðir uin njósnir, því enginn átti að vita um þessi símanúmer. Til sönnunar átilveru sinni á jörðinni benti Mueller þeim einnig á litla bók, sem hann hafði ritað árið 1947 og þá sérstaklega akveðnar blaðsíður í henni, um ýmsa möguleika útvarps- tækninnar, og kvað hann það myndu hjálpa þeim mikið við að halda áfram sambandi þeirra. Meek lagði geysimikla vinnu í að finna þessa bók, en tókst það ekki fyrr en nokkuð löngu seinna. í apríl 1982 heldur Meek svoblaðamannafund í Washington, þar sem hann kynnti það sem hann og aðstoð- urfólk hans hafði verið að vinna að. Meek hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að finna leið til þess að sanna fyrir fólki að lífið haldi áfram eftir hinn líkamlega dauða. Með því, segir hann, væri hægt að minnka sorgina og eftirsjána þegar ástvinir deyja. Það að vita um áframhaldandi líf getur bætt okkur eigið framferði hérna ruegin. Og þegar betra samband kemst á munum við geta numið af vísdómi aldanna. Petta getur hjálpað til við að sameina trú og vísindi og vonandi nær það því besta út úr hvoru fyrir sig. í heiminum okkar eru vísindin metin meir en hið sanna eðli mannsins. Höfundur bókarinnar, John G. Fuller, rekur nákvæmlega sönnunargögnin og hvernig hann fór að því að sannreyna það sem hann fékk að vita um starf Meeks og O’Neils. O’Neil átti við ákveðið vandamál að stríða í fyrstu, en það voru verur sem fóru að yfirtaka hann og reyndar konu hans líka. Lenti hann stundum í áköfum tilfellum af því tagi. Til þess að þetta truflaði ekki þróunarverkefni þeirra taldi Meek mjög mikilvægt að skapa einhverja vernd í kring um O’Neil. Vfirleitt voru þetta neikvæðar verur og áleit Meek að þær gætu verið O’Neil beinlínis hættulegar, þar sem hann var Hveg óþjálfaður miðill og ekki fær um að hafa stjórn á þeim. Hann aflaði sér því upplýsinga hjá breskum miðli, Berthu Harris að nafni, og fékk hjá henni ráð gegn áhrifum vera frá hinum lægri tilverustigum fyrir handan. Það var mikilvægt að 43

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.