Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 48

Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 48
UM BÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM4* MORGUNN heilunarstarfi sínu, með aðstoð Doc Nicks, svo tæknistörfin sátu á hakanum. En svo kom að því að O’Neil fór að reyna að hanna tæki, sem gæti numið rödd Doc Nicks, svo Meek gæti einnig heyrt hann tala og sannfærst um að hann væri ekki bara ímyndun hjá O’Neil. En það gekk illa, og ekkert virkaði eins og því var ætlað. Fór svo að hann var við það að gefast upp á þessu öllu saman. En þá skyndilega birtist honum nýr maður að handan. Eitt kvöldið er hann var að bæta viði á arineldinn hjá sér, finnur hann að hendi er lögð á öxl hans. Hann snýr sér við og sér bláókunnugan mann standa fyrir aftan sig. Honum bregður mjög við og telur að nú séu lík- amningafyrirbærin að byrja aftur. ,,Hver ert þú?“ spyr hann. „Hvað ertu að gera hér? Hvað viltu?“ „Pað skal ég segja þér þegar þú hefur róast,“ segir sá ókunni. O’Neil kvaðst ekki gera svo nema hann segi sér hvað hann sé að vilja þarna. „Það er einfalt,“ segir hinn, „ég þarfnast aðstoðar þinnar við að gera ýmsar tilraunir, svipaðs eðlis og þú ert að gera núna án árangurs. Ég get hjálpað þér.“ „Það þýðir ekkert, því það mun enginn trúa þessu hvort sem er,“ svarar O’Neil. „En ef ég læt þig fá staðreyndir,“ segir sá aðkomni, svo sem nafn, fyrra heimilisfang mitt og öll þau æviatriði, sem þú þarft til þess að sanna hvað ég var þegar ég lifði á þínu tilverustigi? Þarna var sem sagt kominn dr. George J. Mueller, sá er nefndur var hér í upphafi og hann veitti þeim O’Neil og Meek mikilvægar upplýsingar til sönnunar á fyrri tilveru sinni, sem þeir gátu rakið og sannreynt. O’Neil var ákaflega vantrúaður sjálfur á þetta í fyrstu og þrýsti á Meek um að sannreyna þessar upplýsingar, að öðrum kosti myndi hann líta á þetta sem hverja aðra ímyndun úr sér. Mueller og Doc Nick virtust ekki vita hvor um annan. En þegar O’Neil sagði Mueller frá Doc Nick, þá varð hann sér til undrunar var við afbrýðisemi þeirra út í hvorn annan, en það var nokkuð sem O’Neil hafði talið að hyrfi hjá fólki er það kæmi yfir um. Er hér var komið sögu var O’Neil einnig farinn að huga að hugsanlegri móttöku mynda að handan og nefndu þeir þær hugmyndir Vidicom. Miklir og margvíslegir erfiðleikar steðjuðu nú að þeim hjónum og um tíma leitaði O’Neil til 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.