Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 49
morgunn LÍM BÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM” vinar síns, sem var geðlæknir, því hann hélt að hann væri að missa vitið. Sá stappaði stálinu í hann, svo hann gat haldið verkinu áfram. Mueller benti O’Neil m.a. á að þeir væru enn á skeiði kristalstækja, sem öll væru hlaðin rafmagni og óáreiðanleg, en þó möguleg til sambands. Visst vandamál skapaðist og við það að Doc Nick og Mueller gáfu O’Neil stundum upplýsingar sem stönguðust á. Doc Nick kvað vera til þúsundir tíðnisviða, sem gætu og myndu verða heyranleg á jörðunni þegar hægt yrði að koma Spirocom-tækninni í fulla starfsemi. Tíðnisviðin saman- standa svo af þúsundum aðskilinqa rása, sem hægt er að stilla inn á hverja fyrir sig, þar sem þær eru allar óháðar hver annarri. Það sem þú þarft að gera, sagði hann við O’Neil, eitt sinn, er að sía, ryðja og forðast þau tíðnisvið, sem við köllum alheimssvið. Með þeim á ég við þau sem eru grófgerðari og opin fyrir áhrifum margvíslegra vera, sem notfæra sér þau til sambands og gera það þar með óskiljanlegt. Með öðrum orðum: hundruð radda tala í einu — eins og þegar margar útvarpsstöðvar reyna að útvarpa á sömu tíðni. Doc Nick og O’Neil voru nú farnir að vinna að nýjum straumrásum og á tíðnisviðum sem O’Neil vonaðist eftir að gæfu árangur. Þær raddir sem hingað til hafði verið hægt að ná höfðu komið á segulbandsspólur og það var ekki hægt að heyra þær nema að spila segulbandsspóluna aftur. Smám saman færðust þeir þó nær markinu og svo skeði það seint um nótt, 21. október 1977, þegar O’Neil var að stilla tæki sín, að hann heyrði skyndilega rödd, mitt í öllu ískrinu og gólinu í tækinu. Hún var eins og í vélmenni en engu að síður rödd. O’Neil bað hana að endurtaka það sem hún hafði sagt °g gerði hún það. Hann hafði oft verið hræddur áður en þó aldrei sem nú. Hann var sannfærður um að hér væru á ferðinni heyranleg orð frá öðru tilverustigi. Og það kom í ljós að svo var, því hér var Dock Nick á ferðinni. Petta fyrsta samtal þeirra í gegn um tækin fær sjálfsagt ekki neinn sess í bókmenntasögunni en það var á þessa leið: Reyndu aftur, Bill (O’Neil). Allt í lagi. Heyrirðu í mér núna Bill? — 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.