Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 53

Morgunn - 01.06.1988, Page 53
Geir R. Tómasson: / •• DULRÆN FRASOGN! Þórunúpur er nafn á landnámsjörð einni í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Þar bjuggu lengi vinir mínir, sæmdar- hjónin Lárus Ág. Gíslason, síðar hreppstjóri á Miðhúsum og kona hans Bryndís Nikulásdóttir. Meðan þau bjuggu á Þórunúpi urðu þau oft vör við ýmis- legt er þau gátu ekki skýrt eða eðlilegt gæti talist. Að áeggjan minni létu þau af verða og skrifuðu niður atburð er þeim var sérstaklega minnisstæður enda þótt langt um liðið væri og fer frásögn þeirra hér á eftir. Fyrirbæri þetta, er þau svo nefndu, skeði á páskadag 1944. Frú Bryndísi, er reit þetta niður, segist svo frá: Það var á páskadag 1944. Ég var að laga miðdegiskaffi og taka til kökur til að setja á borðið þegar Gísli sonur minn kallar: Mamma það er að koma fólk. Ég fer inn og lít út um gluggann og sé 2 stóra krakka vera að fara yfir gilið, sem er fyrir framan túnið. Svo halda þau áfram eftir sléttri flöt fyrir neðan túnið, koma að brekku en hverfa þá, svo ég fer aftur fram í eldhús. Þá kalla þau Hulda og Gísli að nú komi krakkarnir upp á brekkubrúnina. Ég snarast þá inn aftur og se þau. Þetta var drengur í dökkum fötum og telpa í ljósblárri kápu, sem var með gráan loðinn kraga um hálsinn og á faldinum að neðan. Ég var stórhrifm af kápunni, hafði enda aldrei séð svona fallega kápu. Ég hélt að þetta væru systkinin a Argilsstöðum, sem er bær einn inn með Árgilsstaðafjalli, °g þá börn Arngríms bónda, Jón og Guðrún. Það átti að ferma Guðrúnu á hvítasunnudag í Breiðabólstaðarkirkju og hélt ég að þau væru á heimleið úr spurningum h já prestinum. 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.