Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 58

Morgunn - 01.06.1988, Page 58
C. Jinarajadas: AST MILLIVINA - Því meir sem hægt er að skilja ást milli vina frá tilfinn- ingatengslum, því sterkari hlekkur verður ástin á milli sáln- anna. Þar sem slíkt band milli sálna hefur einu sinni verið hnýtt, verður það aldrei rofið, hvernig svo sem persónurnar sem birta sálina á efnissviðinu, hafa komið fram gagnvart hvor annari. Einlægnin milli þeirra getur um tíma verið sveipuð myrkri. Annað eða bæði geta verið að vinna úr sínu karma, og að því er virðist myndast óyfirstíganlegur veggur á milli þeirra. Eins getur það hent að sálirnar hittast ekki á jarðneska sviðinu, í gegnum 2-3 lífshlaup. En hið einu sinni hnýtta band, slitnar þó ekki. Það mun þvert á móti styrkjast, svo fremi að það sé flæði frá sjálfi til sjálfs, því ástin takmarkast ekki af því sem skeður á milli persónanna, heldur þess sem á sér stað á milli sálnanna. Þannig að ef annar aðilinn leyfir ást sinni að streyma til vinarins, þá styrkist hin gagnkvæma ást, því sál svarar sál. Það er sérdeilis mikilvægt að fylgja þessu eftir. Sá sem er fær um að elska, hann nýtur blessunar, en hann verður að minnast þess að orðið ÁST, er einungis hægt að nota um þær hugsanir og tilfinningar, sem fela í sér það að gefa, án þess að vænta endurgjalds. Manneskja sem brýtur heilann um það, hvort vinurinn elski nú jafn mikið og jafnvel syrgir ef svo er ekki, sú manneskja elskar ekki, heldur girnist, og það er ekki að elska. Þegar ást upphefst, er ást okkar blanda af sannri ást og þrá eftir endurgoldinni ást. Hægt og hægt vinnur sálin þó á persónunni og venur hana af því að girnast, og sýnir henni 56

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.