Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 60

Morgunn - 01.06.1988, Síða 60
Guöjón Baldvinsson: HEIMSÓKN MIÐILSINS GLADYS FIELDHOUSE TIL SRFÍ1988 Dagana 5.—20. maí s. 1. heimsótti miðillinn Gladys Field- house félagið og hélt skyggnilýsinga- og fræðslufundi á veg- um þess. Var þetta í 3ja sinn sem hún kemur til starfa fyrir félagið. Gladys hefur mikla og góða hæfileika sem miðill, hún er dulskyggn, hefur dulheyrn og dulnæmi, þ. e. hún skynjar til- finningar þeirra sem fyrir handan eru. Hún starfar sjálfstætt sem miðill og hefur gert svo allt frá því um tvítugs aldur. Eins og fleiri í hennar stétt hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn í starfi sínu sem miðill og mætti þar til nefna lönd eins og Holland, Þýskaland, Aust- urríki, Kanada og Bandaríkin. Hefur hún í þessum löndum komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sent mörg viðtöl hafa birst við hana í blöðum. Allir fundirnir hjá Gladys voru vel sóttir. A fyrsta skyggni- lýsingafundi hennar, sem haldinn var mánudaginn 9. maí, komu í gegn 18 persónur að handan og þar af þekktust 14 örugglega. 5 íslensk nöfn kom hún einnig með, sem gestir gátu staðfest sem rétt og þeim íengd, en þau voru að sjálf- sögðu nefnd í tengslum við önnur sönnunaratriði. Annar skyggnilýsingafundur hennar var svo haldinn fimmtudaginn 12. maí, en þar hafði Gladys nokkuð annan hátt á en á þeim fyrri. Batt hún fyrir augu sér og gekk svo frá að öruggt væri að hún sæi engan og ekkert með sínum 58

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.