Morgunn - 01.06.1988, Side 63
morgunn
HEIMSÓKN MIÐILSINS GLADYS . . .
sem ilmi í kring um blóm eða loga um kertakveik. Fólk til
forna nefndi þetta fyrirbæri bóluna sem sálin flýtur í. Gla-
dys kvað áruna fylgja okkur frá vöggu til grafar. Hún er
löngu tilkomin áður en við fæðumst og fylgir okkur lengi
eftir dauðann. Ráðlagði Gladys fólki að prófa að loka aug-
unum og reyna að finna eigin liti.
Bað hún einn fundargesta, unga stúlku, að koma upp að
púltinu til sín og ætlaði hún að lýsa helstu litum áru hennar
sem dæmi. Áruna kvað hún jafnan fara eftir þeim tilfinning-
um og skapi sem viðkomandi væri í þá stundina. Hún kvaðst
f- d. sjá það á áru stúlkunnar að hún væri í góðu jafnvægi
því hún skipti hægt litum. Ef viðkomandi reiðist þá breytast
litirnir og hreyfast ört. Gladys spurði stúlkuna hverjir væru
hennar uppáhaldslitir og kvað hún það vera rautt og bleikt.
Reyndist það og vera þeir litir sem ríkjandi voru í áru
hennar. „Engar tvær árur eru eins og það er einstaklings-
bundið hvaða merkingu hver litur hefur“. Gladys kvað
stúlkuna hafa sterkan rauðan og bleikan lit í árunni um
þessar mundir. Þeir litir gætu haldist hjá henni í nokkur ár
en þeir breytast með auknum þroska. Og svo myndi einnig
fara um þá liti sem hún héldi upp á hverju sinni. Gladys
sagði að þeir litir, sem stúlkan nefndi væru henni mikilvæg-
lr, rautt gæfi henni orku og hafði hún á tilfinningunni að
stúlkan þyrfti stundum á aukinni orku að halda. Hún stað-
festi að það væri rétt. Gladys kvað rauða litinn hjálpa stúlk-
unni við að fá þá orku sem hún þyrfti. Hann tengist því lífi
sem hún lifir, matnum sem hún borðar og hugsunum
hennar. Þá sagðist Gladys fá þær upplýsingar að handan að
bleiki litur stúlkunnar væri hennar andlegi litur. Hún kvað
hana hugsa alvarlega um lífið og tilveruna, einnig fólkið
sem farið er yfir landamæri heimanna. Staðfesti stúlkan að
þetta væri rétt.
Gladys vildi taka fram að þegar hún gæfi svona upplýsing-
ar þá læsi hún ekki eingöngu í áruna, heldur notaðist hún
líka við miðilshæfileika sína. Hún nefndi að það væru ef-
laust margir fleiri sem myndu telja fyrr nefnda liti, sína
uppáhaldsliti. En þeir gætu þýtt eitthvað allt annað fyrir við-
61