Morgunn - 01.06.1988, Page 64
HEIMSÓKN MIÐILSINS GLADYS . . .
MORGUNN
komandi manneskju. „Takið þess vegna ekki þýðingu lit-
anna sem gefna“, sagði hún. „Það er svo einstaklingsbundið
hver hún er. Allir litir geta verið fallegir, t. d. í náttúrunni.
En þegar við reiðumst þá verður fallegi rauði liturinn okkar
eins og óhreinn. Litirnir eru fallegir en ekki alltaf það sem
við gerum við þá. Hafið þetta í huga og þá halda þeir áfram
að vera fallegir“.
Þegar Gladys hóf blómalesturinn þá nefndi hún að mörg
yndisleg blóm yxu fyrir handan og blóm væru henni því
ákaflega lífgefandi.
Að lesa í sand er svolítið annars eðlis en blómalestur.
Dulrænt fólk í austurlöndum hefur jafnan getað lesið ýmis-
legt úr sandinum, og gerir það gjarnan fyrir ferðamenn, sem
þá setja ýmist hendur eða fætur í sandinn.
„Eitt sinn kom til mín“, sagði Gladys, „stúlka sem hafði
dvalið í austurlöndum um langan tíma. Hún hafði eitt sinn
látið lesa svona í sand fyrir sig og eftir því sem á ævi hennar
leið kom æ betur í ljós að sá lestur hafði verið réttur. Átti
það t. d. við um í hvaða löndum hún átti eftir að búa síðar,
manninn sem hún átti eftir að giftast, hvað þau yrðu gift
lengi, hvenær hann dæi og hvernig hún færi til Englands eft-
ir það“. „Hún kom til mín“, sagði Gladys, „vegna mikilla
veikinda, en einnig því hafði verið spáð í sandlestrinum“.
Gladys kvaðst ekki vera svona fær að spá í sand, enda
iðkaði hún ekki spádóma, heldur læsi hún persónugerð
fólks úr sandinum. Hún tók og fram að vel gæti skeð að hún
tengdist látnum ættingja þess, sem hún væri að lesa fyrir
hverju sinni, en það væri þó alls ekki það sem sandlestur
snerist um.
Miðlar vinna á mismunandi stigi vitundar eftir því hvað
þeir eru að gera hverju sinni. Gladys kvað mega líkja heil-
anum við lög í lauk, miðlarnir vinna á þessum mismunandi
lögum. Þegar miðillinn beitir skyggni og öðrum miðilshæfi-
leikum sínum þá fer hann, ef svo má segja, innar í laukinn.
Þess má að lokum geta að eins og í fyrri heimsóknum sín-
um þá var Gladys einnig með fjölmarga einkafundi fyrir fé-
lagsmenn.
62