Morgunn - 01.12.1990, Page 5
Guðjón Baldvinsson:
RITSTJÓRARABB
Ágætu lesendur,
Enn er tímaritið Morgunn á ferðinni, elsta rit sinnar teg-
undar á íslandi. í höndum hafið þið nú síðara hefti 71.
árgangs, sem vonandi bætir enn við þann geysimikla fróð-
leik og fræðslu sem saman er kominn í öllum þessum ár-
göngum Morguns, líklega almesta safni slíkra skrifa á
einum stað sem um getur og til er á þessu landi.
Við komum nokkuð víða við í þessu hefti. I fyrsta lagi
stöldrum við nokkuð við fyrirbærið sorg, sem margir og
kannski flestir einhvern tímann verða illa fyrir. Engum er
sorgin auðveld en samkvæmt skilgreiningu sorgarráðgjaf-
ans Judy Tatelbaum í viðtali sem við birtum þýðingu á í
þessu hefti, þá eru til ýmsar leiðir til þess að vinna úr þeirri
sorg sem við lendum í. Sorgin er afar margvísleg og getur
verið af svo mörgum tilefnum. Mannfólkið er á sama hátt
afar mismunandi að upplagi og gerð og þess vegna mjög
misvel undir það búið, oft á tíðum, að takast á við þá sorg
sem það lendir í.
Sú hlið hennar sem við spíritistar fáumst við, snýst fyrst
og fremst um þann sannleika að látinn ættingi eða vinur lifir
áfram og er okkur síður en svo að eilífu horfinn og reyndar
alls ekki, aðeins um stundarsakir.
Orð eru ekki alltaf mikils megnug þegar þung sorg knýr
að dyrum. Eins og fram kemur í viðtalinu við Judy Tatel-
baum, þá kemur oft á sb'kum stundum upp á yfirborðið svo
margt sem við vildum hafa gert og vildurn hafa sagt en
gerðum ekki. Og nú er sá vinur eða ættingi okkar sem máUð
snýst um ekki til staðar lengur, við finnum ekki lengur
3