Morgunn - 01.12.1990, Page 11
MORGUNN
Að hafa hugrekki til að syrgja
loks þegar mér tókst að segj a bless, þá ger ðist ekker t. Ég varð
fyrir dálitlum vonbrigðum og sagði Jim frá því. Hans við-
brögð voru þessi orð: Hvernig væri að segja: „Bless David,
halló veröld?" Svo ég sagði þessi orð og leit á hina þátttak-
endurna sem sátu í hring í kringum mig á þessu námskeiði
og þeir voru grátandi. Ég varð mjög snortin yfir því að þetta
fólk skyldi hafa gengið í gegnum þessa reynslu með mér.
Það urðu í raun einhver umskipti hið innra með mér. Á
þeirri stundu sleppti ég hendinni af David og varð hluti af
veröldinni. Það hafði ég ekki verið í fjórtán ár!
SR: Þessi reynsla hefnr ekki eingöngn verið þér hjálpleg til
heilunar heldur leiddi hún þig líka til sorgarráðgjafar, var það
ekki?
JT: Jú, hún gerði það. Þegar ég leit til baka, þá sá ég þessi
fjórtán sorgarár mín sem harmleik. Ég sá að fólk þarfnaðist
þess raunverulega að tala um og hafa einhverja ástæðu til
þess að losa sig við tilfinningu missisins og oft eru ekki næg
tækifæri fyrir það til þess í þessu þjóðfélagi. Fólki getur
fundist það mjög einangrað þegar það er að syrgja og ég
vissi að eitthvað væri hægt að gera þeim til aðstoðar varð-
andi sársauka þess.
SR: Þú hefur beint athygliþinniað sálfræðilegum þætti reynslu
þinnar. Voru einhverjir dulrænir þættir tengdir henni?
JT: Eftir að ég hafði komist yfir sorg mína vegna láts bróður
míns með hjálp Jim Simkin 1971, þá flutti ég tll Kaliforníu og
hitti í fyrsta sinn fólk sem trúði á líf eftir dauðann. Ég hafði
ekki verið alin upp við þá trú en í Kaliforníu virtist hún
útbreidd. Ég varð forvitin en ekki sannfærð. En þá fór ég á
ráðstefnu í San Frandsco um dauða og andlát. Elisabeth
Kubler-Ross sagði það við 1000 áheyrendur að hún væri
sannfærð um líf eftir dauðann. Á þeirri stundu skildi ég
greinilega þýðingu fjölmargra drauma sem ég hafði upplif-
að varðandi bróður minn. Eg sá þá nú í algjörlega nýju ljósi.
9