Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 16

Morgunn - 01.12.1990, Page 16
Að hafa hugrekki til að syrgja MORGUNN stuðningshópsins og hann er sennilega eitthvert kröftug- asta hjálpartækið þarna úti. Þú getur séð annað fólk ná sér og þú veist að þú getur Hka náð þér. Annað sem fólk getur gert er það að leita sér ráðgjafar. Þú þarft að vita samt sem áður að ekki eru allir leiðbeinendur færir í faginu hvað varðar sorg. Það er gott að vísa á hæli sem griðastað. Þú getur leitað ráða hjá presti eða einhverj- um öðrum við kirkjuna þína. Það þarf ekki að vera þjálfaður meðferðarfræðingur. Stundum getur annar sem lent hefur í sorg sýnt geysimikinn skilning. Þetta er hluti þess krafts sem býr í slíkum meðferðarhópum. Þegar þú ert viðkvæm- ur, þá getur verið erfitt að virða þá manneskju sem þú ert að tala við. Það sem þú leitar að er einhver sem er til staðar í alvöru fyrir þig og tilfinningar þínar og getur hjálpað þér að tjá þær og þolað sársaukann með þér. Ef þér líður betur á eftir, þá gefur það góða ábendingu um hvort samtalið hefur orðið þér tU bóta. SR: Eru einhverjir aðrir möguleikar tilfyrir fólk sem syrgir? JT: Það er til aðferð sem ég lýsi í báðum bókum mínum sem er bókstaflega það að segja bless. Maður getur framkvæmt hana einn og sér með einhvern hjá sér eða hjá meðferðar- fræðingi. SR: Og hvernig er það gert? JT: Það er líkt og með stól-aðferðinni sem ég notaði til þess að kveðja bróður minn. ímyndaðu þér að þú látir hina horfnu manneskju setjast í stól sem snýr að þér. Ræddu við þessa manneskju þangað til einhvers konar lausn á ein- hverju óleystu máH hefur verið náð. Byrjaðu á því að segja upphátt hvað svo sem kemur upp í hugann, svo sem „ég er reiður," „ég er særður," „ég er einmana," „ég sé eftir ýmsu," eða „mér þykir þetta leitt." Tilfinningar sem hingað til hafa verið bældar geta nú brotist fram eftir þessar opnunar tján- ingar. Þetta er augnablikið til þess að tjá tilfinningar þínar. Ef þig grunar að þú hafir enn tilfinningar varðandi eitthvað 14

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.