Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 27

Morgunn - 01.12.1990, Page 27
/ SPIRITISMINN í FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ Landssamband breskra spíritista, SNU, efndi til samkeppni snemma á þessu ári. Hún fólst í skrifum um hvað fólk teldi að spíritisminn hefði veitt því á liðinni tíð og hvers virði það teldi hann vera sér í komandi framtíð. Hér á eftir fara útdrættir úr þeim ritgerðum sem valdar voru til 1. og 2. verðlauna. Muriel Tennant, miðill: Spíritisminn er marghliða gimsteinn Þegar ég horfi til baka, þá geri ég mér grein fyrir því að spíritisminn barst inn í líf mitt á nijög friðsælan og hógvær- an máta en gaf þó til kynna að innan þessa hljóðleika væri ný þekking. Sannleikur hans losaði ntig undan bókstafstrúnni, gróður- setti í huga mér hugmyndir, hugsanir og hugtök sem voru framandi og ólík þeim kenningum sem ég hafði svo lengi viðurkennt. Ég hafði flotið áfram á fleyi tilbeiðslu sem var hannað af foreldrum mínum; samkvæmt aldagömlu munstri - munstri sem sjaldan var ögrað og nánast aldrei tvístrað. I nærri 40 ár samþykkti ég þessa stöðu í hlýðinni eftirlátssenn. Ég var skráður félagi í trúarreglu sem kvað upp úr um að ég væri „á ferðalagi, frá vöggu til grafar, og að dauðinn myndi halda mér í þessari gröf, þar til hinn mikli lúður myndi kalla." 25

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.