Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 28

Morgunn - 01.12.1990, Page 28
MORGUNN Spíritisminn í fortíð og framtíð Þessi hræðilegi dagur reikningsskilanna fyllti mig ótta og hrolli. Myndi ég hljóta umbun lífs míns á jörðinni með hörpu og vængjum og ánægjulegs fundar við lambið? Gagnrýnt mat á lífsferli mínum leiddi í ljós að ég myndi að öllum líkindum lenda með hinum höfrunum í eilífu „helvíti og útskúfun." Þessi möguleiki olli mér skelfingu. Þessar ófriðlegu hugsanir fengu mig til að efast um þann Guð sem virtist vera svo mjög án kærleiks og fyrirgefningar. Spíritisminn skaut inn í þessar ófriðlegu hugsanir nýjum hugtökum sem drógu í efa og réðust gegn kenningum og játningum trúarreglu minnar. Samt gat ég ekki hunsað þetta því það var svo spennandi, áleitið og hvetjandi. Eg ákvað að hefja mína eigin leit að sannieikanum en hvar átti ég að hefja ferð mína til uppgötv- ananna. Eg gerði mér grein fyrir að ef ég gæti týnt úr aðalatriðin sem á milli bar, þá myndi ég ef til vill komast á sporið. Og ég spurði: „Þar sem Biblían er hornsteinn trúar þinnar, get- urðu samt samþykkt þær mótsagnir og ósamræmi sem hún inniheldur?" Svarið var: „Nei, það geturðu ekki." „Biblían varð til fyrir samband við andann svo hvers vegna fordæmir og bannar þá trú þín miðilsstarfsemi?" spurði ég sjálfa mig. Og svarið var: „Finndu sjálf út hvers vegna miðilsstarf- semi er bönnuð af trúarreglu þinni. Er dauðinn endir alls? Ef hann er það ekki, eru þá samskipti á milli heimanna tveggja staðreynd eða ímyndun?" Þetta voru þær spurningar sem ég velti mest fyrir mér. Nú þegar var starfsemi hugar og rökfærsla farin að skora á hólm virði og trúverðugleika trúar minnar. Með lestri og könnun á öðrum sviðum, þá gerði ég mér grein fyrir því að spíritisminn var eina trúarreglan sem byggðist á miðilsskap. Ég vildi kanna spíritismann. Hann kynni að leiða fram svörin sem ég þarfnaðist svo ákaflega. Ég fór að sækja samkomur spíritista. Ég hlustaði og sá, og svo smám saman fór ég að verða með. Allt líf mitt breyttist. Dásemd andans og kenningar spíritismans voru sem gim- 26

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.