Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 33

Morgunn - 01.12.1990, Page 33
Marie Neale: KENNARAR ÁN ÞJÁLFUNAR Þetta er alls ekki neirt ádeila á skólakennarana okkar, langt í frá, þeim veitir ekki af öllum þeim stuðningi og viðurkenn- ingu sem þeir geta fengið, því viðleitni þeirra er ekki alltaf metin að verðleikum fyrr en mörgum árum síðar og ekki alltaf þá heldur. Nei, þetta er lof og viðurkenning til þeirra sem kenna án þess að vita af því. Smá athugasemd eða tilfallandi viður- kenning einhvers getur fengið okkur til þess að sjá eitthvað í nýjuljósi eða veitt okkur svar viðeinhverju seni við höfum verið að brjóta heilann um. Þið kunnið að hafa heyrt söguna um hóp skólabarna sem var verið að sýna eina af hinum miklu dómkirkjum. Kenn- arinn var að fræða þau um sögu kirkjunnar og nokkurra dýrlinga og frægra manna sem þarna var minnst. „Hvað er dýrlingur?" spurði eitt barnanna. Rétt um það sem kennarinn ætlaði að fara að hefja langa tölu til útskýr- ingar, þá gall við í ungum dreng sem hafði hrifist af dýrlinga- myndunum í steindu gleri kirkjuglugganna: „Dýrlingur er einhver sem ljósið skín í gegnum." Það þyrfti einhvern fullorðinn og það andlega sinnaðan til þess að gera sér grein fyrir og meta innsæi slíkrar athugasemdar, sérstaklega þar sem drengurinn sjálfur hafði enga hugmynd um dýpt og innri meiningu svars síns. Þegar ég var að segja vinkonu minni frá þessu eitt sinn, þá sagði hún mér frá því hvað hafði gerst þegar hún var beðin að stjórna bekkí sunnudagaskóla. Unga námsfólkið hennar vildi fá að vita hvernig Guð liti út. Þar sem spurningin kom 31

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.