Morgunn - 01.12.1990, Page 36
MORGUNN
Kcnnararán þjálfunar
En þá gerði hún sér skyndilega grein fyrir því að það var
einmitt þetta sem hún átti að gera,láta berast meðstraumn-
um í stað þess að berjast gegn honum. Uthvíld og afslöppuð
sneri hún aftur til vinnu sinnar og var nú fær um að inna
hana af hendi með góðum árangri.
Fólk fyllir hugann af alls konar visku úr bókum og ferðast
vítt og breitt um heiminn í leit að meisturum og kennuruni
sem þaðheldur aðmuni færasérlykilinnaðskilningiá lífinu
en samt, ef við stöldrum aðeins við, gerumst hljóð, vakandi
og móttækileg, þá munum við komast að því að lífið sjálft
lætur okkur í té mikið úrval kennara allt í kringuni okkur
sem við vitum aldrei hvað niunu kenna okkur næst, með
hverju eða hvernig. Lífið er, eins og oft hefur verið sagt áður
og við komumst sjálf að fyrr eða síðar, fullt af óvæntum
atvikum.
Þýö.: C.B.
34