Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 37

Morgunn - 01.12.1990, Síða 37
Dion Fortune: SKUGGABALDRAR Höfundur ræðir um auglýsingar ýmissa aðila ogfélaga íAmer- íku sem gera út d dulfræðina og lofa fólki allskonar hlutum d námskeiðum og nefnir sem dæmi eftirfarandi auglýsingar: „Áttu í vandræðum með heilsuna, ástina, peningana. Leyfðu mér að hjálpa þér. Engin mistök, ákveðnum leið- beiningum fylgt. Einstaklingsmeðferð, sprenglært fólk. Fiinm dollarar verða að fylgja fyrirspurn. Peningar endur- greiddir ef þú ert ekki ánægður með árangurinn/' „Hvað langar þig í? Hvað svo sein það er, þá getum við hjálpað þér að ná í það. Gefðu okkur bara tækifæri með því að skrifa eftir bæklingnum „þokunni eytt.” Alveg ókeypis. Þú verður ánægður." „Dáleiðing. Viltu læra aðferð til að komast yfir þann kraft sein laðar að sér menn og konur, hefur áhrif á hugsanir þeirra, stjórnar löngunum þeirra og gerir þig að ráðandi aðila í hvaða aðstöðu sem er. Þú getur dáleitt fólk sam- stundis... Þessi ókeypis bók okkar aflijúpar leyndardóm dáleiðslunnar. Hún hæfir öllum. Koslar ekkert. Við gefum hana til að kynna skólann okkar." Þessar auglýsingar eru teknar af handahófi úr hópi 63 annarra sama eðlis úr einu tölublaði vinsæls amerísks viku- rits. Skoðum þær nú með augum þess sem þeim er ekki beint til, þ.e. persónunnar sem lesandanum er ætlað að ná valdi yfir. Hver verður staða viðkomandi ef lesandinn vill brjóta 10. boðorðið og krækja í konu nágranna síns, uxa hans, asna eða eitthvað annað honum viðkomandi. Cerum ráð fyrir að ástundunarsamur nemandi þessara aðferða vilji fá eitthvað sem hann á engan rétt á, að hann sé röngu megin við lögin. 35

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.