Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 39

Morgunn - 01.12.1990, Page 39
MORGUNN SkuR^abaldrar ég mig að því að samþykkja algjörlega staðlausar ásakanir hennar gagnvart persónu manns sem ég hafði ekki nokkra ástæðu tilaðætla aðværi annaðen hinnheiðarlegasti. Sama þreytan ogdauðasvefn fylgdiþegar í kjölfarið á þessu viðtali eins og því fyrra en nýtt einkenni kom nú í ljós. Þegar ég gekk út úr herberginu að viðtalinu loknu, þá kom allt í einu sú einkennilega tilfinning yfir mig að fæturnir á mér væru ekki þar sem þeir ættu að vera. Hver sá sem gengur eftir teppalögðu gólfi þar sem dragsúgur kemur teppinu til að ganga í bylgjum veit hvað ég á við. Dulfræðingar munu kannast við að það tengist brottnámi verndarhjúpsins. Það næsta sem átti sér stað í þessari furðulegu atburðarás snerti ekki mig sjálfa heldur aðra stúlku, munaðarleysingja og einkar saklausa. Vinnuveitandi minn hélt þessari stúlku stöðugt í návist sinni og kom henni að lokum til þess að leggja allt sitt sparifé í hennar vörslu. Fjárhaldsmenn stúlk- unnar brugðust hartvið, þvinguðu vinnuveitanda minn til þess að skila fénu aftur og fluttu stúlkuna brott af staðnum með sér samstundis, gáfu sér ekki einu sinni tíma til að taka eigur hennar með en þeim átti að pakka og senda síðar. Annar atburður átti sér stað skömmu seinna. A staðnum vann eldri kona sem var svolítið „á eftir” í andlegum þroska. Osköp indæl, en barnaleg og sérlynd. Vinnuveitandi minn beindi nú athygli sinni að henni og við sáum söniu yfirráðin byrja. I þessu tilfelli var ekki um neina fjárhaldsmenn að ræða sem skiptu sér af og vesalings gamla konan var talin á að taka fjármál sín úr höndum bróður síns, sem hafði annast þau hingað til og færa þau upp á náð og miskunn vinnuveitanda míns. Grunsemdir mínar höfðu nú vaknað að fullu. Það var meira en ég gat afborið að horfa upp á svikráð við frænku gömlu, eins og ég kallaði hana, svo ég greip inn í leikinn, gerði frænku grein fyrir ástandinu, pakk- aði eigum hennar niður í kassa og kom henni burt til ætt- ingja sinna eitt sinn er vinnuveitandi minn var fjarverandi skamma stund. Eg vonaði að þáttur minn í málinu kæmist ekki upp en sú von mín brást fljótlega. Ritari vinnuveitandans kom inn í herbergi til mín eitt kvöldið eftir að búið átti að vera að 37

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.