Morgunn - 01.12.1990, Side 47
MORGUNN
Fræið óþekkta
Það byrjaði sem draumur er gáraði dýpi meðvitundar þess,
einfaldur tónn í tónlist sem krafðist þess að vera heyrð. í
óeirð hennar óx fræið, þrýsti mjúkum liprum rótum niður í
jörðina, í öryggið sem það þarfnaðist, braust síðan upp á við
til þess að fylgja að eilífu hinum styrka tæra samhljómi sem
dró það áfram þar til að lokum að frjóangi þess gægðist upp
í Ijós dagsins. Þegar það var einu sinni vaknað, þá varð ekki
aftur snúið til svefnsins, því ef það gerðist, þá var því dauð-
inn vís.
Regnið sem lamdi miskunnarlaust frjóangann og streynidi
um meyran stofn hans var sama regnið sem heilaði og
styrkti þegar jarðvegurinn varð þurr og harður. Og sólin
sem sveið laufblöð hans í hádegishitanum var sama sólin
sem kyssti blíðlega með geislum sínum þétt brumin og
hvatti þau til þess að opnast.
Fræið varð að blómi sem gaf sig á vald höfuðskepnunum
og veitti af sér alla árstíðina án skilyrða.
Nú þegar það var orðið hluti af hinni miklu hljómsveit
lífsins, þá söng það sinn eigin söng. Og glaðlegir hljómar
þess voru heyrðir af sofendum í öðrum fræjum sem enn
voru ekki farin að vaxa.
Fræið ókunna var fræ kærleikans, því það er sama fræið
og vex í hjarta mannsins, nært af eilífðarsinfómunni og sem
svo oft blómgast í gegnum þraut og örvæntingu.
Þýö.: G.B.
45