Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Side 50

Morgunn - 01.12.1990, Side 50
Silver Birch svarar spurningum um HÁTÍÐIR FYRIR HANDAN SP.: Hvers vegna haldið pið hátíðir ykkar um jól og páska? Tengjast pær eitthvað Nasaretmanninum? SB: Þessar hátíðir voru tíl staðar hjá okkur áður en Nasar- etmaðurinn kom inn í ykkar heim. Þær tengjast ekkert sögu Biblíunnar. Einhvern daginn mun ykkur skilj ast að heimur- inn stjórnast af takti, hringferðum sem eru hluti af lögmáli þróunarinnar. Þessar hringrásir starfa og gera vart við sig í ykkar heimi á vissum tíma í sögu allra kynþátta. Á þeim tíma þegar ég lifði í ykkar heimi, þá voru það tvær hátíðir sem þóttu mikilvægar. Kristintrúarmennirnir tóku þessar hátíðir upp frá okkur og þið kallið þær nú páska og jól. Þessir tímar voru þýðingarmiklir fyrir okkur, því á þeim fengum við besta sambandið við hinn mikla hvíta anda. Þið skiljið ekki mjög vel hver áhrif sólarinnar eru. Á þess- um tímum héldum við dögum saman nokkuð sem þið kallið miðilsfundi. Okkur hlotnaðist mikill innblástur á þessum hátíðum. Svo, þegar það kemur aftur að þeim tíma seni öli okkar álítum hinn mikilvægasta í lífi okkar, þá söfnumst við saman og höldum upp á hann með okkar eigin fólki. Þetta hófst fyrir áhrif sólarinnar en það var þó eingöngu táknrænt. Allt líf hefur áhrif hvað á annað, allt efni á annað efni og hver pláneta á aðra plánetu. Þetta byggist allt á 48

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.