Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 51

Morgunn - 01.12.1990, Page 51
MORGUNN Hátíðir fyrir handan náttúrulegu lögmáli, því á jólum er fæðingardagur sólar- innar. Þessi tími er valinn vegna þess að öll erum við tengd kynþáttum sem eiga sér trúarbrögð sem stofnað var til samkvæmt náttúrulögmálum. Fyrir okkur var hátíðin vegna fæðingar sólarinnar sú mesta þeirra allra vegna þess að hún gaf til kynna upphaf nýs tímabils. Hún er endir hringrásar og upphaf nýrrar. Þar sem að þessar hátíðir voru haldnar í heimi efnisins, þá eru þær haldnar hátíðlegar í heimi andans. Þær hafa nú fengið andlegan tilgang og í stað þess að fagna dögun hins nýja lífs, þá notum við þær nú til þess að hörfa frá heimi efnisins til þess að öðlast njijan þrótt andans, svo okkur verði unnt að færa nýtt ljós inn í ykkar heim. SP: Fyrir hvern er hátíðin haldin? SB: Það er aðallega fyrir indíánana og þá leiðbeinendur sem tilheyra eldri lynþáttunum. Allur hinn vestræni heim- ur er ungur í samanburði við þessa kynþætti og hátíð okkar hefur ekki neina þýðingu fyrir þá sem búa í vestur hlutan- um. A páskum fögnum við upprisu alls lífs. Þeir eru tákn upp- risu allra heima til sameiningar í bænum allra þeirra sem biðj a þess að heimur ykkar megi rísa upp úr eymd, sársauka, sorg, dapurleika og þjáningu, rísa upp til fullkomnara lífs, upp til síns raunverulega lífs, svo að dapurleiki og tár hverfi á braut, svo eymd og hungur verði yfirunnið og tómir magar megi verða mettir. Heimur ykkar þarfnast mjög upprisu en lögmál andans mikla er smám saman að byrja að verka þar sem fleiri og fleiri af bör num hans bj óða sig fram til þj ónustu við verkefni hans og kraftar efnisins eru hraktir á brott. Eg fer til baka ásamt mörgum fleirum til þeirra vídda þar sem ég á raunverulega heima, til þess að njóta, mjög skamma stund, gleðinnar í lífi andans, sem er slík að það er ykkur ógjörningur að skilja hana í takmarkaðri tjáningu ykkar, til að sjá andlit þeirra sem við elskum, þeirra sem eru kennarar okkar, til að nema af vísdómi þeirra, fá hlutdeild í 49

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.