Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 43

Morgunn - 01.12.1991, Page 43
Skúli Magnússon, yogakennari: SIÐGÆÐI í BÚDDHISMA - PANCA SILA - Sú skoðun kemur þráfaldlega fram að ekki sé rétt eða heppilegt að skilgreina búddhisma sem „trúarbrögð" heldur „tam", sem siðræna heimspeki. Flestir höfundar sem rita af alvöru um Búddhisma byrja venjulega á því að velta upp þessari spurningu: hvort í raun og veru sé um trúaarbrögð að ræða þegar öllu er á botninn hvolft. Sýnir þetta ljóslega hversu miklu hlutverki siðgæðið hefir að gegna - sérstaklega ef miðað er við upphaflega gerð búddhismans - „Hinayana" - og mun meira en í öðrum „trúarbrögðum" almennt. I búddhisma er ekki um það að ræða að „trúa" - hvað þá hlýða. í kristni - eins og við þekkjum hana í nútím- anum, ekki síst hjá mótmælendum - er fyrst og fremst nrn það að ræða að „trúa" (jafnvel þótt það brjóti gegn skynseminni). Múslimar ("múhameðstrúarmenn") skulu fyrst og fremst „hlýða" - enda þýðir íslam/múslim „ hlýðni". Það sem skiptir hinsvegar máli í Búddhisma er að „skilja" - enda merkir „bodhi" slíkan skilning. Búddha sjálfur sneiddi hjá öllum vangaveltum um upphaf tilverunnar, tilvist og eðli Guðs o.sv.frv. - allt það sem við nefnum heimsmyndunarfræði eða //Cosmogonia". Vegna þess að slíkt þjóni ekki undir úrarkmið búddhismans sem er frelsun mannssálarinnar. 41

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.