Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 57

Morgunn - 01.12.1991, Page 57
MORGUNN Siðgæði í Búddhisma ströng. En sú hófsemi er auðvitað háð stað, tíma og kringumstæðum. Fylgjendum búddhismans er skipt í tvennt: annars- vegar eru svo kallaðir „bhikkhu" eða betlimunkarnir, hinsvegar eru leikir fylgjendur, allur almenningur ("lay people"). Munkurinn (nunnan) undirgengst miklu strangari reglur en almenningur. En almenningur er hvattur til að leggja á sig eitthvað af þeim reglum sem um munkana gilda þegar þeir hafa ástæður til. Helgi- dagar búddhista falla allir á tunglfyllingar. Tunglið er hið náttúrulega dagatal. „Sunnudagur" kemur þá á tunglfyllingardag og sá næsti þá á nýtt tungl (ný og nið). Hjónum er bent á að iðka ekki kynlíf á tunglfyllingu. Verja þeim tíma fremur til einhverskonar andlegra iðkana. Sú ástæða er gefin upp að það sé verið að styrkja viljann. Hinsvegar er álitið eð egglos eigi sér fremur stað á fullu tungli en á öðrum tímum. Þarna sé svo fundin ástæða þess að hin suður-búddhisku lönd (eins og Sri Lanka eða Burma) hafa miklu síður átt við offjölgunarvandamál að stríða en önnur Asíu-lönd. Gallinn við nautnina er ekki sá að hún sé „synd- samleg". Vandinn við hana er aðeins sá að gæta hófs. Það gildir það sama og sagt er um vínið: Fyrst drekkur maðurinn (sælkerinn) vínið, síðan drekkur vínið vínið, og loks drekkur vínið manninn (fyllibyttuna). Nautnin eyðir kröftum mannsins - sem virkja mætti til einhvers nytsamlegra. En baráttan gegn nautninni (meinlæti, óhóf) safnar einnig upp spennu, eyðir kröftum og eflir mátt eða vald nautnarinnar yfir manninum. Svarið er því meðalhófið. Nautnin slævist einnig því meir því oftar og hóflausar sem hennar er notiö - eins og meðal sem er hætt að verka. Og loks leiðir nautnin til óhollra lifnaðarhátta. Svarið er því enn og aftur : meðalhófið. Nautnin á leið til sælkerans eftir einhverjum skyn- færanna, hennar er notið gegnum skynfærin. Þess vegna er Heitið gjarnan orðað á þann veg að misbjóða ekki 55

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.