Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 61

Morgunn - 01.12.1991, Page 61
MORGUNN Siðgæði í Búddhisma Kristnir minnast ekki á vínneyslu, enda vínrækt arðvænlegur atvinnuvegur í ísrael til forna. En sennilega hafa menn aðallega eða eingöngu haft eiginlegt vín (þ.e. rauðvín) og sennilega ekki þekkt brennd vín. Það þætti okkur þunnur þrettándi og svo til ógjörningur að drekka sig almennilega fullan. En munkarnir nutu góðs af: þeir gátu þambað bjór eins og þá lysti og það án þess að syndga. (Sennilega hafa þeir verið við skál þegar þeir brenndu ofan af sér klaustrið á Möðru- völlum). „Wein, weib und gesang" er haft eftir Lúther. Eitthvað þurfti karlhróið að hugga sig við. Guðspjöllin greina svo frá að Kristur hafi breytt vatni í vín. En þar gætir mikils misskilnings. í fyrsta lagi merkir „vín" borðvín eða rauðvín en ekki brennt vín eða áfengi. í öðru lagi var athöfnin táknræn: vatniö táknar tilfinningar, eldurinn trúarhita, vín er vatn sem logar, þ.e. vatn og eldur. Að breyta vatni í vín táknar því einungis það að fylla brúðkaupsgestina af trúar- eldmóði - blanda eldi í sálarlíf þeirra. Templararnir geta verið rólegir. Oll hin búddhísku Heiti eru orðuð þannig að þau eru algild, þ.e. halda gildi sínu óháð stað, tíma og að- stæðum - og það gildir ekki síst um það fimmta og síðasta. Það er orðað þannig að það varar við öllum efnum sem „skyggja" hugann - efnum seni breyta huganum: annaö hvort örva hann, æsa eða slæva. Læknislyf geta því einnig fallið undir þennan flokk - alltént sum hver. Sumir búddhistar a.m.k. hafa hafnað því að taka sljóvgandi lyf með tilvísan til þessa heitis. Enda sum læknislyf ekki síöra „dóp" en margt annaö. Yrði hver og einn að meta þetta í sínu tilfelli. Ábyrgðin er einstaklingsins. Búddhistar vara við vímugjöfum af þrennum ástæð- um: 1) Huggát er það sem búddhistinn leggur fyrst og fremst stund á. Höfuð viðfangsefni hans er að halda 59 L

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.