Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Side 23

Morgunn - 01.06.1995, Side 23
Pétur Pétursson Haraldur Níelsson ✓ og upphaf spíritismans á Islandi II Andlegar lœkningar Segja má að hægt sé að dagsetja það nákvæmlega hvenær Haraldur kom opinberlega fram sem boðandi spíritismans. Aðdragandinn að því var það umtal sem varð um lækninga- tilraunir miðils Tilraunafélagsins á Jóni Jónssyni bónda frá Stóradal sem þjáðist af krabbameini. Það hafði kvisast út að andalæknar væru að reyna að lækna Jón og Tilraunafélags- menn voru vongóðir um árangur. Andstæðingar þeirra töldu þetta aftur á móti fásinnu og þeim fannst allar fullyrðingar um andalækningar og kraftaverk eintómt rugl. Um þetta urðu blaðaskrif. Það hlýtur því að hafa orðið Tilraunafélagsmönnum áfall þegar Jón dó úr krabbameini 16. apríl 1906. Haraldur flutti húskveðju á heimili bróður Jóns, Þorleifs Jónssonar í Reykjavík, 24.s.m. Þar segir hann meðal annars. Nú efast eg ekki um, að sumir líti svo á, að það sé djarft af mér, að minnast á hina ósýnilegu gesti hér í dag. í sumra, ef til vill mjög margra augum, er þessi jarðarför hér í dag einmitt vottur þess, að hingað hafi engir ósýnilegir gestir komið. Dauði þessa manns sýni, að hann hafi enga hjálp fengið. Allt þetta um lækningatilraunirnar sé hugarburður einn. Það mál 21

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.