Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Side 32

Morgunn - 01.06.1995, Side 32
MORGUNN tíma finna meðal aðventista og í Hjálpræðishernum í Reykja- vík. En slík samtök höfða einkum til fólks úr lægri stéttum þjóðfélagsins.1 Eins og áður hefur verið bent á mátti finna viss einkenni siðferðilegrar vakningapredikunar í kristindómsboðun Haralds um aldamótin. Hin eindregna höfnun hans á öllu því sem kallast mætti efnishyggja er á þessum forsendum. Hann skipti tilverunni þannig niður á forsendum siðferðilegrar tvíhyggju, en það einkennir einmitt sértrúarviðhorfið sem oft viðgengst meðal hópa sem einangra sig frá samfélaginu. Það er eins og þessi áhersla á vakningu og siðbót haldi áfram þegar hann fer að boða spíritisma. Boðun andanna á fundunum einkenndist einnig af þessari afstöðu til trúar og siðferðis. í upphafi tilraunafundar 4. desember 1905 fer stjómandinn, andinn K.G. með þessa hugleiðingu: Himneski faðir! Blessaðu þetta tilraunastarf vort, sem vér erum að reyna að framkvæma, gef því þróun og blessun, gefðu að menn fái þinn kraft til að skilja það rétt, gef þeim kraft til að lifa siðferðislega og gef þeim tækifæri til að hrinda af sér þeim þunga steininum, sem hvílir á hjarta þeirra, syndinni. - Og svo vil ég enda þessa stuttu frásögn með þeirri bæn, að þú varðveitir alla, sem lengst eru leiddir á vegi spillingar og glötunar; gefðu þeim náð til að koma til þín í Jesú nafni; og að lokum, gef þeim hægan dauðdaga, þegar að því kemur að þeir eiga að skilja við þennan heim og hverfa inn í þitt algóða dýrðarríki, en þar verða margir undanskildir, sem ekki strax fá að hverfa inn í það himneska dýrðaríki, sem þú hefir búið oss öllum af náð þinni.” A næsta fundi í félaginu, daginn eftir, heldur sami andi aftur hugleiðingu þar sem hann kemur inn á friðþægingunar- kenninguna og virðist hann leggja út frá þeirri kenningu sem góðri og gildri þó svo að tilvísun hans í blóðið sé í þessu samhengi nokkuð óvenjuleg: 30

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.