Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 49

Morgunn - 01.06.1995, Page 49
MORGUNN ástæðum en mér var sama hver ástæðan var. Mér leið stórkostlega og hafði alls engar áhyggjur af því. Wil hafði sagt mér að vegna þess að Viciente sá landinu fyrir umtalsverðum ferðamanna- gjaldeyri heiðu stjómvöld alltaf látið þennan stað í friði jafnvel þótt oft væri rætt um handritið hér. Nokkur stór tré og hlykkjóttur stígur sem lá í suðurátt dró mig að sér og ég gekk því þangað. Þegar ég var kominn að trjánum sá ég að göngustígurinn hélt áfram gegnum lítið jámhlið, síðan tóku við nokkrar raðir steinþrepa sem lágu niður á engi sem þakið var villtum blómum. I fjarska var einhvers konar aldingarður, lítill lækur og meira skóglendi. Ég nam staðar við hliðið og andaði nokkmm sinnum djúpt að mér og dáðist að fegurðinni fyrir neðan. „Er þetta ekki unaðslegt?“ spurði rödd á bak við mig. Ég sneri mér við í flýti. Kona á fertugsaldri með bakpoka stóð fyrir aftan mig. „Svo sannarlega,“ sagði ég. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Við virtum fyrir okkur um stund víðáttumikla akrana og hitabeltisplöntur í stallabeðum sem mynduðu eins konar fossa báðum megin við okkur. Svo spurði ég: „Veistu nokkuð hvar tilraunagarðamir em?“ , Já,“ sagði hún. Ég er á leiðinni þangað. Ég skal sýna þér.“ Þegar við höfðum kynnt okkur gengum við niður þrepin og inn á troðna slóð sem lá í suður. Hún hét Sara Lomer og var með rauðleitt hár og blá augu. Kannski var hægt að segja að hún væri stelpuleg ef hún hefði ekki haft alvarlegt yfirbragð. Við gengum þegjandi í nokkrar mínútur. „Ertu að koma hingað í fyrsta sinn?“ spurði hún. , Já,“ svaraði ég. „Ég veit ekki mikið um þennan stað.“ „Ég hef verið hér öðm hverju í næstum heilt ár svo ég get upplýst þig dálítið. Fyrir um tuttugu ámm varð þessi landareign vinsæl sem eins konar alþjóðleg vísindamiðstöð. Vísindamenn frá mörgum stofnunum hittust hér, aðallega líffræðingar og eðlis- fræðingar. Svo fyrir nokkmm ámm...“ 47

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.